fbpx

EINFALT EGGJASALAT

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ljúffengt og létt eggjasalat sem passar vel á hrökkbrauð með avókadó. Egg, rifinn cheddar ostur, sýrður rjómi og krydd er gómsæt blanda sem klikkar ekki. Frábært sem millimál eða í hádegismat með grófu brauði. 

4 soðin egg
1 dl cheddar ostur
½ – 1 dl sýrður rjómi
Krydd: Cayenne pipar, salt og pipar

Aðferð

 1. Takið skurnina af eggjunum og skerið þau í litla bita með eggjaskera á meðan þau eru ennþá heit.
 2. Hrærið cheddar ostinum saman við eggin og svo sýrðum rjóma.
 3. Kryddið eftir smekk og berið fram með avókadó og hrökkrbauði.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

 

ÁRAMÓT: HUGMYNDIR AÐ MAT & DRYKKJUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sigríður

  15. January 2023

  Girnilegt! Settiru steinselju með út á salatið?

  • Hildur Rut

   17. January 2023

   Takk fyrir það :) Ég ég setti steinseljuna útí salatið þarna en það má sleppa því. Bæði gott með steinselju og án :)