fbpx

BYGG MEÐ GRÆNMETI, AVÓKADÓ OG SRIRACHA SÓSU

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Uppskrift að afar einföldum og bragðgóðum vegan rétti sem rífur vel í bragðlaukana. Ég er alltaf að prófa mig áfram að elda grænmetis-og veganrétti vegna þess að ég vil borða meira af slíkum mat. Ég mæli með að sleppa jalapeno ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt. Sriracha sósan er alveg nóg. Annars er rétturinn líka góður án sósunnar.

Fyrir 1
1 dl bygg
1-2 dl brokkólí
1-2 dl zucchini
1 vorlaukur
⅓ ferskt jalapeno (má sleppa)
2 sveppir
Ólífuolía
Salt og pipar
1 avocado
1 msk kórander
Alfalfa spírur
Sriracha sósa (má sleppa)

Aðferð

  1. Sjóðið byggið eftir leiðbeiningum. 1 dl á móti 2,5-3 dl af vatni. Sjóðið í 30-40 mínútur.
  2. Skerið grænmetið smátt og steikið upp úr ólífuolíu.
  3. Blandið bygginu saman við grænmetið og kryddið með salti og pipar.
  4. Dreifið yfir í lokin smátt skornu avocado-i, kóríander og alfalfa spírum ásamt Sriracha sósunni.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

TACO Í SALATBLÖÐUM MEÐ QUINOA OG RISARÆKJUM

Skrifa Innlegg