fbpx

TACO Í SALATBLÖÐUM MEÐ QUINOA OG RISARÆKJUM

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Taco í salatblöðum er einfaldur, hollur og góður réttur sem ég gerði í samstarfi við Danól. Í þessum rétti nota ég salatblöð í staðinn fyrir tortillur og fylli þær með spicy mexican quinoa, avókadó, kokteiltómötum, risarækjum, chili mayo, fetaosti og granateplum. Ég hef verið að prófa nýja vöru frá Danól sem heitir Express quinoa frá vörumerkinu Quinola Mothergrain og vá hvað það er gott! Þetta er eldað quinoa sem er tilbúið til neyslu, lífrænt ræktað, glúten frítt, vegan og ofboðslega gott. Þetta er fáanlegt í fjórum mismunandi bragðtegundum og fæst í Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaupum og Samkaupum. Einnig er gott að bera það fram sem meðlæti með fiski, kjúkling o.sfrv. Ég mæli hiklaust með þessu! 

Taco fyrir einn
Ég mæli með þremur taco á mann
9 risarækjur, óeldaðar
1 hvítlauksrif, pressað
Chili explosion
Salt og pipar
Ólífuolía
3 kálblöð, best að nota romaine salat
Express quinoa með spicy mexican
1 lítið avókadó
6 litlir tómatar
Safi úr ¼ lime
Chili mayo eftir smekk
Stappaður fetakubbur eftir smekk
Granatepli eftir smekk

Aðferð

  1. Blandið saman risarækjum, ólífuolíu, hvítlauksrifi, chili explosion, salti og pipar
  2. Steikið á pönnu upp úr ólífuolíu þar til rækjurnar eru fulleldaðar og bleikar (tekur nokkrar mínútur).
  3. Smátt skerið avókadó og tómata. Kreistið lime safa yfir og blandið saman.
  4. Raðið á kálblöðin quinoa, avókadó- og tómatablöndunni, risarækjunum, chili mayo, stöppuðum fetakubb og granatepli.

Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

SUMARFRÍ Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg