fbpx

SUMARFRÍ Á ÍSLANDI

PERSÓNULEGT

Síðustu daga hef ég verið í fríi með fjölskyldunni og á ferðalagi um landið. Veðrið hefur leikið við okkur, maturinn ljúffengur og umhverfið svo fallegt! Fyrsta stopp var Akureyri og við gistum í tvær nætur á hótel KEA. Þaðan fórum svo til Siglufjarðar og gistum eina nótt á Sigló Hótel. Allt svo geggjað!

Við mættum til Akureyrar og fórum beint á RUB23 í sushi. Það var svo gott að ég gleymdi að taka myndir! Við borðuðum einnig á Strikinu  og namm! Ég mæli með humartaco og bláskelinni, sjúklega gott! Við fórum m.a. tvisvar í sund, skoðum fallegu göngugötuna, skáluðum í sólinni við Hof og áttum dásamlegar stundir.

Listigarðurinn stendur alltaf fyrir sínu. Svo fallegur!

Við heimsóttum Kaffi kú. Vöffluborgararnir eru sjúklega góðir! Eddu minni fannst sko ekki leiðinlegt að kíkja í fjósið og heilsa uppá kýrnar og kálfana.

Siglufjörður tók vel á móti okkur með glampandi sól og yndislegu veðri.

Við gistum eina nótt á Sigló Hótel sem er staðsett við höfnina og vá hvað það er geggjað hótel! Herbergið okkar var stórt og fallegt með útsýni yfir Siglufjörð. Get ekki mælt meira með Sigló Hótel! (ekki samstarf)

Yndislegt að sitja í heitum potti og njóta fallegs útsýnis!

Ljúffengar pizzur á Kaffi Rauðku! Kartöflupizzan var sjúk!

Morgunbollin tekinn í herberginu.

Þetta var dásamlegt sumarfrí sem endaði í bústað á Snæfellsnesinu.

Vonandi eruð þið búin að hafa það gott yfir verslunarmannahelgina! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PÍTA MEÐ HUMRI, BEIKONI OG BASIL SÓSU

Skrifa Innlegg