fbpx

BURRITO MEÐ KJÚKLINGI, KÍNÓA & GUACAMOLE

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Mexíkóskur matur er svo góður og burrito er einn af þeim réttum sem ég held mikið uppá. Í samstarfi við Danól gerði ég dásamlega burrito uppskrift með kjúklingi, kínóa og osti borið fram með sýrðum rjóma og guacamole með cheddar osti. Afar fljótlegur og gómsætur réttur sem krakkarnir elska líka! Uppskriftin var í Fréttablaðinu í dag ásamt viðtali við mig um vörumerkið Quinola. Quinola er nýtt vörumerki á Íslandi og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru með foreldað kínóa sem er bæði dásamlega gott og hollt og til í fjórum bragðtegundum. Ég er svo hrifin af þessu vörumerki en fyrirtækið stundar viðskiptahætti sem bæta umhverfið og samfélögin í kringum sig. Þið getið lesið viðtalið hér.

Fyrir 4
Mæli með 1-2 burrito á mann
600 g kjúklingalundir (má nota kjúklingabringur eða annað)
1 lítill laukur, skorinn í strimla
2 msk ólífuolía
½ lime
¼ tsk cayenne pipar
½ tsk cumin
1 tsk salt
½ tsk pipar

Stórar tortillur
Express quinoa spicy mexican frá Quinola
Rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
Sýrður rjómi

Guacamole með cheddar osti
2 avókadó
1 dl rifinn cheddar ostur
½ lime
1 msk ferskur kóríander (má sleppa)
Salt og pipar
Cayenne pipar
1-2 msk rauðlaukur
2 tómatar

Aðferð

  1. Snyrtið kjúklinginn og skerið í minni bita.
  2. Blandið saman ólífuolíu, safa úr lime, cayenne pipar, cumin, salti og pipar og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni.
  3. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr ólífuolíu þar til hann verður eldaður í gegn.
  4. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið 2-3 msk quinoa á þær, kjúklingi og rifnum cheddar osti.
  5. Rúllið tortillunum upp í burrito, penslið með ólífuolíu og bakið í 10 mínútur við 180°C.
  6. Berið fram með gucamole og sýrðum rjóma.

Guacamole með cheddar osti

  1. Blandið avókadó, cheddar osti, safa úr lime, kóríander, salt og pipar með töfrasprota (það er líka gott að stappa þessu saman ef þið eigið ekki töfrasprota).
  2. Skerið rauðlauk og tómata smátt og blandið saman með skeið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

ENCHILADAS MEÐ OSTASÓSU OG AVÓKADÓ

Skrifa Innlegg