fbpx

BLEIKJA MEÐ MÖNDLUFLÖGUM, CHILI & ENGIFER

AÐALRÉTTIRUppskriftir

Eftir allan jólamatinn er þessi bleikja holl, góð og svo ljúffeng. Bleikja með möndluflögum, chili, engifer og hvítlauk borin fram með gómsætu byggi. Örugglega gott að nota lax eða annan góðan fisk í staðinn fyrir bleikjuna. Létt sósa og ferskt salat er einnig gott með réttinum. Ég elska svona mat og hvet ykkur til að prófa ♥

Uppskrift fyrir þrjá (tvo fullorðna og eitt barn)
600 g bleikja (þrjú lítil flök)
Salt og pipar
3-4 msk smjör
1 chili, smátt skorið
1 tsk ferskur engifer, rifinn
3 hvítlauksrif, rifin eða pressuð
Safi úr 1/2 sítrónu
2 dl möndluflögur
1-2 msk steinselja fersk, smátt söxuð

Bygg (ég útbý smá meira en við borðum)
3 dl bygg
7,5-9 dl vatn
2 tsk grænmetiskraftur
Salt og pipar
5-7 smátt skornar og bakaðar gulrætur
1 dl Old amsterdam, rifinn
1 dl Parmigiano reggiano, rifinn

Aðferð

  1. Leggjið bleikjuflökin á bökunarplötu þakta bökunarpappír og saltið og piprið.
  2. Bræðið smjör í potti við vægan hita. Blandið chili, engifer, hvítlauksrifi, safa úr sítrónu, möndluflögum og ferskri steinselju saman við smjörið. Hrærið vel saman.
  3. Dreifið möndlublöndunni jafnt ofan á bleikjuflökin og bakið inní ofni við 190°C á blæstri í 12-15 mínútur.

 

Bygg

  1. Setjið bygg og vatn ásamt grænmetiskrafti í pott og sjóðið í um 40 mínútur. Bætið við vatni eftir þörfum (mæli með að smakka sig til).
  2. Á meðan byggið sýður er gott að græja gulrætur. Skerið þær smátt og bakið með ólífuolíu, salti og pipar í um 20-25 mínútur eða þar til þær eru fullbakaðar.
  3. Að lokum blandið gulrótunum, OId amsterdam, Parmigiano reggiano, salti og pipar við byggið. Verði ykkur að góðu :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

ÁRAMÓTA OSTAKÚLA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Halla

    10. January 2022

    Dásemd þessi uppskrift. Takk fyrir.