fbpx

ALFREDO PASTA MEÐ TÍGRISRÆKJUM OG RJÓMAOSTI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með. Þessa uppskrift gerði ég í samstarfi við Innnes og er kjörin til að útbúa í páskafríinu. Í minni útgáfu af Alfredo sósu er hveiti og Philadelphia rjómaostur sem gerir hana sérstaklega djúsí, góða og aðeins fylltari. Ef að þið viljið þynnri sósu má sleppa hveitinu eða bæta meiri rjóma eða mjólk saman við. Svo finnst mér líka ómissandi að setja litla ferska tómata í réttinn. Ég mæli mikið þessum góða rétti.

Fyrir 2-3
500-600 g stórar tígrisrækjur frá Sælkerafiski
1-2 hvítlauksrif
1 msk fersk steinselja, smátt skorin
½ tsk chili duft
Salt og pipar
1 msk ólífuolía
2 msk smjör
1 hvítlauksrif
1 msk hveiti
½ tsk laukduft
1 dl rjómi + meira eftir smekk
1 dl mjólk
⅔ dós Philadelphia rjómaostur
1½ dl rifinn Parmareggio reggiano
20 litlir tómatar (eða magn eftir smekk)
Penne Rigate pasta frá De Cecco

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda tígrisrækjum saman við kramið eða rifið hvítlauksrif, steinselju, chiliduft, salt, pipar og ólífuolíu.
  2. Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og skerið tómatana í litla báta.
  3. Steikið tígrisrækjurnar á pönnu upp úr ólífuolíu við meðalhita og takið þær til hliðar þegar þær eru orðnar eldaðar í gegn.
  4. Bræðið smjörið á sömu pönnu við meðalhita, bætið krömdu eða rifnu hvítlauksrifi, laukdufti og hveiti saman við og hrærið vel. Bætið mjólkinni út á pönnuna, hrærið og leyfið sósunni að þykkna. 
  5. Blandið rjóma, rjómaosti, parmareggio reggiano saman við og hrærið vel saman. Bætið við rjóma eða mjólk útí eftir smekk (ef að þið viljið þynna sósuna) og saltið og piprið.
  6. Hrærið penne pastanu saman við sósuna og dreifið tómötunum og rækjunum yfir.
  7. Stráið svo að lokum rifnum Parmareggio reggiano og steinselju yfir allt. 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: FRENCH 75

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

    • Hildur Rut

      30. March 2021

      Takk mín kæra <3 líka svooo gott