HI !
Með komu sumarsins erum við gjarnar á að vilja minni þekju í farðanum og veljum okkur vörur sem gefa meiri raka og gera okkur frísklegri. Margir skipta út púðurvörum fyrir kremvörur og leitast eftir meiri ljóma.
Við tókum saman nokkrar vörur sem okkur finnst möst að eiga í sumar.
LITAÐ DAGKREM/ BB KREM/ BRONZING GEL
Fullkomið fyrir sumarið. Hægt að blanda saman við farða, nota eitt og sér eða ofan í þitt venjulega dagkrem til að fá létta áferð. Bronzing gel með lit gefur sólkysst útlit á mettíma.
LJÓMI
Ljómandi farðagrunnar hafa oft verið notaðir í staðinn fyrir farða á sumrin. Þeir gefa húðinni aukinn raka og ljómandi áferð sem er eftirsótt á þessum tíma árs.
Nú er hægt er að fá nokkrar gerðir af ljóma í fljótandi formi og hvetjum við ykkur til þess að prófa að blanda ljóma í body lotion eða dagkrem til að fá fallegan náttúrulegan ljóma.
KREM VÖRUR
Kremkennt sólarpúður eitt og sér eða yfir farða gefur náttúrulegt og frísklegt útlit og hægt er að leika sér með það á marga mismunandi vegu. Kremkenndir kinnalitir eru einnig að koma sterkir inn, sérstaklega núna í sumar. Hægt er að nota þá á kinnar, augu og varir en þeir ýta svo sannarlega undir sólkysst útlit.
BRÚNN EYELINER
Brúnn eyeliner passar öllum augum og er aldrei of hvass eða dökkur. Hægt er að velja mismunandi brúna liti fyrir ykkar húðtón. Við skorum á ykkur að hvíla svarta eyelinerinn og skipta honum út fyrir brúnan í sumar.
FALSKAR FREKNUR
Falskar freknur eða „faux freckles“ eru búnar að vera fast trend síðastliðin sumur.
Hægt er að nota kald-tóna brúnan augabrúnablýant eða vöru sem heitir Freck til að búa til freknur ef þær koma ekki frá náttúrunnar hendi.
GLOSS
Góður gloss er hlutur sem er líklegur til að vera í flestum snyrtibuddum landsins í sumar. Með heitara veðurfari er algengt að varirnar fari að þurrkast og er því ótrúlega gott að geta gripið í góðan gloss. Setjið það á innkaupalistann hjá ykkur fyrir sumarið.
LITAÐ AUGABRÚNAGEL
Á sumrin viljum við leyfa augabrúnunum okkar að vera náttúrulegri.
Litað augabrúnagel mótar þær og gefur þeim auka boost og lit án þess að virðast of skarpar.
BLOTTING PÚÐUR
Ef þið viljið forðast of púðkennda áferð á andlitsförðuninni ykkar í sumar mælum við með því að reyna að halda púðurvörum í lágmarki, notið frekar blotting púður eða litlaust púður til að taka glansinn af t-svæðinu eða þeim svæðum sem eiga til að glansa of mikið.
________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com
Skrifa Innlegg