Halló!
Ég er orðin svo spennt að gera mig fína um hátíðirnar og mig langaði því að deila með ykkur mínum topp 5 rauðum varalitum. Ef það er einhverntímann tími til að skella á sig rauðum varalit þá er það á þessum árstíma. Það er svo hátíðarlegt að vera með rauðarvarir og í fallegum glimmer kjól, þótt það sé ekki nema heima.
Chanel Rouge Allure úr hátíðarlínu Chanel
Varalitur úr hátíðarlínu Chanel. Rouge Allure formúlan er ótrúlega mjúk og endist vel á vörunum en það gerir þessa varaliti einstaka eru örsmáar gullflögur sem á sérstaklega vel við um jólin. Varir glansa því fallega þegar skín á þær. Það eru til nokkrir litir en mér fannst þessi litur nr. 137 einstaklega fallega djúp vínrauður.
Dior Rouge Ruby Red
Fallega rauður varalitur frá Dior. Formúlan er mjúk, fallegur glans og endist vel á vörunum. Það eru til margir litir þannig allir ættu að geta fundið lit við sitt hæfi.
Guerlain Golden Bee Rouge G
Ég er smá að missa mig yfir þessum varalit. Umbúðirnar eru svo fallegar en þær eru umvafðar kristölum og inniheldur líka lítinn spegil svo hægt sé að sjá sig setja varalitinn á. Fullkomin jólagjöf að mínu mati handa mömmu, ömmu eða handa einhverjum sem elskar varaliti. Það eru til margir fallegir litir og því ættu allir að geta fundið lit við sitt hæfi.
Smashbox Always on to cream to matte lipstick
Flott formúla frá Smashbox. Varalitir sem eru litsterkir, þægilegir á vörunum, þurrka ekki varirnar, vatnsheldir og haldast á 12 klukkutíma. Þetta hljómar ótrúlega heillandi fyrir hátíðirnar þegar maður er að borða, drekka og vill að varaliturinn endist lengi.
Clarins Joli Rouge Velvet
Varalitur sem gefur raka og liturinn helst á vörunum í allt að 6 klukkustundir. Þetta er því frábær varalitur fyrir hátíðirnar. Formúlan er létt, auðveld í notkun og ótrúlega mjúk.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg