SPEGILL SPEGILL

LÍFIÐ
*Færslan er gerð í samstarfi við Ísspan

Flutningar og stúss er mikið búið að einkenna seinustu vikur en ég hlakka til að sýna ykkur íbúðina betur þegar hún er tilbúin. Við eigum ennþá eftir að gera fullt en stofan er næstum því að verða tilbúin en ég þarf bara að finna fallegar myndir til þess að hengja upp á veggina. Nýjasta viðbótin inn í stofuna hjá okkur og forstofuna eru speglar en speglar voru það fyrsta sem mig langaði í þegar við keyptum. Ég elska að hafa spegla og mér finnst það oft stækka lítil rými. Ég var búin að vera skoða allskonar spegla en fann aldrei það sem mig nákvæmlega langaði í en vinkona mín sagði mér frá Íspan og sagði mér að þau sérsmíðuðu spegla eftir óskum. Ég fór strax í málið og skoðaði síðuna hjá þeim en þau bjóða uppá allskonar spegla og gler. Ég var svo heppin að fá að koma og skoða hjá þeim fyrirtækið og sjá allskonar spegla sem þau eru að gera.

 

Þessi kopar litur er svo fallegur en Íspan býður einmitt uppá að fá litaða spegla í öllum stærðum og gerðum.

Við fengum tilbúnar festingar sem þau hjá Íspan setja á fyrir mann ef maður vill en ég mæli með því – þetta gerði allt miklu einfaldara og það er ekkert mál að breyta um stað á speglinum ef við viljum það seinna. Það er sett festing á vegginn og síðan er speglinum einfaldlega rennt á.

Pabbi og Steinar voru 10 mín að setja upp tvo spegla en ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér og hélt að þetta væri miklu meira mál.

Forstofan er ekki alveg tilbúin en mér fannst mjög mikilvægt að vera með spegil í forstofunni, svo maður gæti skoðað dressið rétt áður en maður færi útum dyrnar haha.

Hérna er síðan hringspegilinn minn en hann er 90cm. Þið verðið að hunsa loftljósið en ég á ennþá eftir að finna ljós inn í stofuna.

Ég er svo ánægð með þennan hringspegil, mér finnst hann stækka stofuna svo mikið og þetta er orðinn uppáhalds hluturinn minn í íbúðinni. Ef þið viljið fylgjast meira með heimilisstússi þá mæli ég með að fylgja mér á hinum samfélagsmiðlunum mínum :-)

Mig langaði líka að deila með ykkur að það er 20% afsláttur af öllum hringspeglum út febrúar hjá Íspan og ég mæli svo sannarlega með að nýta sér þetta frábæra tilboð xx

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

HVERSDAGSFÖRÐUN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Rut

    14. February 2018

    Geturu sagt mér verðið á 90 cm?

    • Guðrún Sørtveit

      16. February 2018

      Ég fékk spegilinn að gjöf og er því ekki klár með verðið en ég mæli með að senda þeim fyrirspurn á ispan@ipsan.is :-D

  2. Linda

    15. March 2018

    Geturðu sagt mér hvar þú keyptir flotta loftljósið í stofunni, virkar eins og stór glær kúla :)

    • Guðrún Sørtveit

      20. March 2018

      Þetta er bara mjög ódýr kúla úr IKEA og keypti peruna líka þar :-D