fbpx

HVERSDAGSFÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Mig langaði að deila með ykkur einn af mínum uppáhalds hversdags förðum en ég vil alltaf vera með eitthvað létt á húðinni yfir daginn. Farðinn sem ég er búin að vera nota uppá síðkastið er farðinn frá INIKA en hann er ótrúlega léttur og þægilegur á húðinni. Formúlan er kremuð og ég myndi segja að þekja væri létt. Síðan með farðanum er ég búin að vera nota hyljarann frá INIKA mikið. Hyljarinn gefur góða þekju og finnst mér því farðinn og hyljarinn fullkomið “combo”. Ég er með olíumikla húð en hann helst samt vel yfir daginn en ég púðra samt alltaf til þess að halda farðanum á sínum stað, sama hvaða farða ég nota. Mér finnst alltaf betra að setja farðann fyrst og síðan hyljara, leyfa farðanum að þekja andlitið en leyfa síðan hyljaranum að hylja það sem farðinn gat ekki hulið.

Hversdagsrútínan mín er mjög einföld en ég reyni að nota sem minnst af vörum en það er aðallega bara til þess að spara mér tíma. Það tekur mig oftast bara 10 mín til þess að gera hversdagsförðunina mína en svona er hún í skrefum –

1.Farði

2.hyljari

3. Púður

4. Sólarpúður

5. Highlighter

6. Augabrúnir

7. Maskari


Þessi þrenna er æðisleg á köldum vetrardegi xx

Þið getið líka fylgst með mér hér.. 

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

VALENTÍNUSAR DEKUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Embla

  15. February 2018

  Falleg hversdagsförðun! Hvaða vörur notarðu í augabrúnirnar til að ná þeim svona náttúrulegum?

  • Guðrún Sørtveit

   16. February 2018

   Takk fyrir, gaman að heyra <3 Ég er að nota augabrúnavörurnar frá Maybelline í augnablikinu, Master Precise og augabrúnagelið :-D

   • Embla

    17. February 2018

    Ókei snilld – prófa það. Takk!