NÝTT ÁR – NÝ ÉG?

LÍFIÐ

Halló! Gleðilegt nýtt ár og vonandi höfðuð þið það sem allra best yfir hátíðirnar. Þréttandinn er í dag og jólin eru því opinberlega búin.

Það ætla sjálfsagt margir að byrja nýja árið með stæl og setja sér markmið. Ég set mér alltaf markmið á nýju ári og finnst það ótrúlega hvetjandi. Einu sinni setti ég alltaf svakalega mikla pressu á sjálfan mig og ætlaði sko aldeilis núna að standa mig, eins og ég hafi ekki gert það árinu á undan? Nýtt ár – ný ég? Mér finnst þessi setning algjör klisja. Það er algjör óþarfi og hjálpar okkur ekki neitt að draga okkur niður fyrir árið sem var að líða og gera lítið úr því til þess að peppa næsta ár. Það að setja sér markmið er hollt og gott fyrir alla, það er hvetjandi og gaman að vera með eitthvað fyrir stefnu eða ná eitthverju markmiði sem okkur hefur langað að ná lengi. Markmið geta líka verið allskonar, stór og lítil. Það þarf ekki að breyta sér heldur getur maður bætt sig og spurja sig frekar hverju langar mig að bæta mig í? og hvað langar mig að gera? Markmið eru líka eitthvað sem við getum sett okkur mánaðarlega, hálfsárslega eða hvernær sem er. Það gott að setja sér nokkur smærri markmið sem koma þér nær stærra markmiðinu.

Ég hlakka til að byrja þetta ár og ég er ekki komin með dagbók eða búin skrifa markmiðin mín niður en það er allt í góðu því það er nú bara 6. janúar! Ég er samt svo spennt að byrja skrifa þau niður og í ár ætla ég í fyrsta skipti að gera “vision board” eða sýniskort. Þar ætla ég að skrifa allt niður sem mig langar að gerist á þessu ári.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ALLT UM GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Lilja

    7. January 2019

    Ég mæli með Lífsgæðadagbókinni.
    Hentar mér fullkomlega þar sem maður skrifar dagsetningarnar sjálfur og þarf ekki að vera á bömmer yfir því að hafa febrúar til nóvember óútfyllt ;)
    https://www.heilsufelagid.is/lifsgaedadagbokin/