*Naglalakkið fékk greinahöfundur að gjöf
Halló!
Ég naglalakkaði mig í fyrsta skipti í langan tíma í gær og ákvað að prófa nýtt naglalakk og nýja formúlu frá Essie sem heitir Expressie. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta naglalakk sem hentar vel fyrir þá sem eru að flýta sér. Ég er ekki sú þolimóðasta þegar kemur að því að naglalakka mig og á oft erfitt með að bíða eftir að naglakkið þorni. Ég setti þetta naglakk á mig í gær og lakkið þornaði strax. Formúlan er “quik dry on the fly” og hentar því einstaklega vel fyrir þá sem eru óþolimóðir eða eru að flýta sér. Burstinn er líka einstaklega þægilegur og hannaður með það í huga að hægt sé að naglakka sig hvar og hvenær sem er.
Mig langaði að deila með ykkur þessari nýjung en ég held að margir tengi við það að vera naglakka sig og hafa síðan ekki þolimæðina í að bíða eftir að það þorni eða til dæmis að muna eftir því á seinustu stundu að maður eigi eftir að naglalakka sig (ég)! Ég er allavega týpan sem lendi oft í því og hef oftar en einu sinni þurft að taka naglakk með mér á staðinn sem ég er að fara á eða naglakka mig í bílnum.
Naglakkið sem ég setti á mig heitir “Buns up” og er ótrúlega fallegur bleik/beige tóna litur. Hlakka strax til að prófa fleiri liti.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg