fbpx

MERKT BIBS SNUÐ

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐLÍFIÐ

Halló!

Ég pantaði mér nýlega ný snuð fyrir Áslaugu Rún en hún algjör snuddukelling og tekur bara BIBS snuðin. Það er svo gaman að eiga merkt snuð og held að það sé mjög gott að vera með merkt snuð þegar hún byrjar hjá dagmömmu eða leikskóla. Ég sá svona merkt BIBS snuð fyrst hjá vinkonu minni í fyrra og pantaði mér þá snuð með “Steinarsdóttir” en þá vissi ég ekki að hún myndi taka þessa týpu af snuði haha.

Netverslunin sem ég pantaði snuðin af heitir byhappyme.com og tekur sirka tvær vikur að fá þetta til landsinsÞað er hægt að panta allskonar týpur af snuðum eins og BIBS, AVENT og NUK. Síðan er einnig hægt að kaupa allskonar aukahluti og keypti box undir snuðin hennar, eitt box til að hafa heima og eitt sem verður alltaf í skiptitöskunni.

Ég mæli með að skoða vel hversu mörg snuð þið veljið en þegar ég pantaði fyrst þá pantaði ég óvart níu snuð í staðinn fyrir þrjú og athuga vel stærðina.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÓSKALISTI FYRIR ÍSLENSKA SUMARIÐ

Skrifa Innlegg