Halló! Mig langaði að deila með ykkur hvaða forrit (app) eru mest notuð í símanum mínum, þá aðallega til að breyta myndum og slíkt. Mér finnst ótrúlega gaman að taka fallegar myndir og leika mér að breyta þeim. Ég fengið þó nokkrar fyrirspurnir um hvaða forrit ég nota þegar ég deili myndum í instastory eða á feed-inu mínu.
VSCO
Þetta forrit nota ég til að birta myndirnar, dekkja eða kæla. Það eru allskonar fídusar í þessu forriti og gaman að prófa sig áfram.
StoryLuxe
Þetta er forrit er ég búin að vera nota til að gera instastory-ið mitt fjölbreytt, hægt að skapa og er mjög skemmtilegt. Það er hægt að gera allskonar fínt í þessu forriti.
Unfold
Þetta nota ég mikið þegar ég er að skrifa texta eða annað í story. Það er hægt að deila mynd og texta saman eða bara texta.
Vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvernig ég breyti myndunum mínum en þið getið séð fleiri myndir á instagraminu mínu, @gudrunsortveit. Mér finnst þetta allavega mjög skemmtilegt og gaman að prófa sig áfram.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg