fbpx

FALLEGASTA PILSIÐ

LÍFIÐTÍSKA

Halló! Ég er komin aftur.. mjög dramatískt en engu að síður mjög satt. Eftir langan tíma í burtu frá öllu eða mér líður eins og heil eilífð þá er ég loksins öll að koma til. Það er þó allt ennþá að gróa eftir aðgerðina þannig ég verð ennþá að fara extra varlega en mér líður miklu betur. Ég mun hægt og rólega koma mér aftur af stað. Ég fór í fyrsta skipti út í gær og farðaði mig. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli og fórum við allar saman í brunch. Þetta var yndislegur dagur í alla staði!

Heppin með þessar vinkonur <3

Mig langaði að deila með ykkur gullfallega pilsinu sem ég var klæddist í gær. Ég fékk þetta pils frá mömmu og pabba. Þetta fallega pils fæst í Andreu sem er uppáhalds búðin okkar mömmu. Við erum miklir Hafnfirðingar og elskum að þessi fallega verslun sé í Hafnarfirði. Ég er í skýjunum með þetta pils og var tilvalið að nota það fyrsta daginn sem ég fór almennilega út. Það er ótrúlega fallegt, mikil gleði í þessu pilsi og vorlegt. Ég hlakka til að nota það í allt sumar. Mig langar núna helst í alla litina en þetta pils er svo þægilegt og passar við svo margt. Það er hægt að nota þessa pils hversdagslega og við fínni tilefni.

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ILMANDI KAFFIMASKI SEM VEKUR HÚÐINA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    9. April 2019

    Svo geislandi falleg og ótrúlega flott í pilsinu.
    VELKOMIN aftur út – Hlakka til að hitta þig sún <3