Mér var boðið á ótrúlega skemmtilegan viðburð í kvöld en hún Þórunn Ívars vinkona mín var að halda viðburð í samstarfi við MAC í tilefni af nýju línunni sem var að koma út. Þetta er ótrúlega falleg lína en Steve J og Yonip hönnuðu línuna í samstarfi við MAC.
Hönnuðurnir eru frá Kóreu og eru allar vörurnar í línunni ótrúlega ferskar, skemmtilegar og litríkar. Síðan eru pakkningarnar innblásnar frá Seoul street style. Ég er held ég mest spennt yfir varalitunum og finnst pakkningarnar órúlega sætar! Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni, þannig ég mæli með að hafa hraðar hendur.
Hér eru síðan nokkrar myndir frá viðburðinum ..
@fanneymua & @alexsandrabernhard
Ótrúlega skemmtilegt að hitta alla og takk æðislega fyrir mig aftur xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg