Þið sem fylgist með mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því hvað ég elska kaffi. Ég fæ mér þó ekki 10 bolla á dag einsog margir halda.. þó það hafi nú alveg komið fyrir í erfiðari prófatörn haha. Ég elska gott kaffi og elska lúxus kaffibolla. Þegar ég segi lúxus þá meina ég kaffi með flóaðri mjólk og karmellu bragði. Ég er þó alltaf að reyna passa sykurinn einsog svo margir og reyni að halda því í algjöru lámarki dagsdaglega. Steviu droparnir frá Good Good eru því frábærir fyrir sælkera einsog mig.
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf
Það eru til nokkrar bragðtegundir og hægt að nota í staðinn fyrir sykur eða aðra sætu. Ég nota þetta líka oft í hafragrautana mína.
Uppáhalds bollinn, svo fallegur xx
Ég set bara þrjá dropa en mér finnst það alveg nóg og ég myndi frekar byrja á að setja minna heldur en meira. Þetta er mjög bragðsterkt og sætt, þannig það er vel hægt að fara yfir um.
Ég flóa síðan mjólk og helli því í kaffibollann
Síðan til að toppa þetta allt saman þá fæ ég mér stundum spari, gróft prótein brauð með súkkulaðismjörinu frá Good Good. Það er held ég ekkert sem toppar þessa tvennu, kaffi og súkkulaði brauð! Alltof gott og betri kostur en mörg önnur súkkulaðismjör. Súkkulaðismjörið frá Good Good inniheldur engan viðbættan sykur, hækkar ekki blóðsykurinn líkt og hreinn sykur myndi gera.
.. og svo bara bon appetit!
Instagram: gudrunsortveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg