fbpx

TVENNA SEM VINNUR GEGN APPELSÍNUHÚÐ

SAMSTARFSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA
*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

Ég sagði örstutt frá þurrburstun í færslunni minni “Undirbúningur fyrir sumarið”. Mig langaði að fara aðeins nánar í þurrburstun og segja ykkur frá tvennu sem virkar fyrir mig.

Ég er nýlega búin að eignast þurrbursta og fékk hann frá The Body Shop. Ég er að reyna venja mig á nota hann alltaf fyrir sturtu og jafnvel einu sinni á dag. Mér fannst fyrst mjög skrítið að nota þennan bursta þurran en það venst! Einsog ég kom inná í síðnefndri færslu þá eykur þurrburstun blóðflæðið í húðinni og getur komið í veg fyrir appelsínuhúð eða unnið gegn henni. Þurrburstun hjálpar einnig húðinni við að losa sig við dauðar húðfrumur og hjálpar við endurnýjun húðarinnar. Húðin verður mýkri, örvar taugakerfið og einnig vöðva. Dreifir líkamsfitu jafnt um líkamann.

Ég er samt ekki á móti appelsínuhúð og maður á ekkert að vera feimin/n við að sýna það, það eru flestir með appelsínuhúð .. þar á meðal ég. Það er bara mjög gott að koma blóðflæðinu af stað og er appelsínuhúð orsök eiturefna sem safnast hafa saman í fitufrumum líkamans.

Svona ferðu að:

Þú nuddar burstanum þurrum í hringlaga hreyfingar í átt að hjartanu. Síðan er mikilvægt að halda þessu við og mælt er með að gera þetta einu sinni á dag.

Body lotion-ið er úr dásamlegri línu frá The Body Shop sem heitir Spa of the World og heitir þetta tiltekna bodylotion Ethiopian Green Coffee Cream. Það inniheldur grænt kaffi og hefur stinnandi áhrif á húðina. Ég nota þetta alltaf eftir sturtu og nudda því einnig í hringlaga hreyfingar í átt að hjartanu.

 

 

Takk fyrir að lesa xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

RAKAGEFANDI FARÐI

Skrifa Innlegg