Halló!
Ég átti yndislega helgi og langaði mig að deila henni með ykkur í máli og myndum.
Laugardagur:
Laugardagurinn fór allur í undirbúning fyrir 10 ára grunnskóla reunion, við stelpurnar vorum í nefndinni og gerðum allt klárt fyrir kvöldið. Ég trúi ekki að það séu strax komin 10 ár síðan að við útskrifuðumst úr grunnskóla og það var svo ótrúlega gaman að hitta alla aftur. Ég kynntist mörgum af mínum bestu vinkonum í grunnskóla og er ekkert smá þakklát að hafa strax eignast svona góðar vinkonur.
Sunnudagur:
Á sunnudaginn fór ég og Steinar kærasti minn út að borða á Burro, sem er einn af okkar uppáhalds stöðum. Ég mæli sérstaklega með að panta sér nokkra smá rétti og deila. Það er ótrúlega notalegt að rölta í miðbænum þessa dagana og líður manni eins og maður sé staddur erlendis. Ég mæli innilega með því að gera sér daga mun og fara á deit.
Dress
Kápa: Gömul frá H&M
Kjóll: Nýlega keyptur í H&M
Skór: Nike
Taska: Nýlega keypt á útsölu í Zara
Sólgleraugu: Ray Ban
Skart: Andrea by Andrea, My Letra og Vero Moda
Mánudagur:
Helgin var aðeins lengri en aldrei þessu vant er ég og Steinar í fríi á sama tíma, þannig við ákvaðum að taka smá road trip og fara í Friðheima. Þetta er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla og sérstaklega sniðugt ef manni langar að gera eitthvað öðruvísi. Það tekur sirka klukkutíma að keyra þangað frá Reykjavík og maturinn er svo góður. Við sátum úti, fengum okkur tómatsúpu og tómatpítsu – yndislegt! Síðan keyrðum við á Flúðir fórum í kaffi þar hjá ömmu og afa hans Steinar. Kíktum síðan í litlu melabúðina á Flúðum sem selur allt beint frá býli, allt ótrúlega ferskt og gott.
Yndisleg helgi að baki xx
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg