Í gær varð ég 25 ára og hélt smá partý fyrir nánustu vini. Þetta var yndislegt í alla staði og er ég ekkert smá þakklát. Þótt það sé væmið að segja það en þá eru það algjör forréttindi að fá að eldast og þess vegna á maður að fagna hverju ári.
Ég ætlaði bara að halda smá partý en það má segja að ég sé svolítið ýkt þegar það kemur að því að halda partý eða bara kaffiboð. Mér finnst ótrúlega gaman að vera gestgjafi og bjóða fólki heim. Það var því að sjálfsögðu þema sem var “black & white” þannig allt var skreytt samkvæmt þemanu og allir mættu í svörtu eða hvítu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og einfalt þema, mæli með!
Pabbi og Fannar bróðir xx
Kjólinn er keyptur á Asos fyrir nokkrum árum
Mig langaði líka aðeins að segja ykkur frá því hvaða snyrtivörur ég notaði á afmælisdaginn. Ég ákvað að gera mjög klassíska förðun en vera með smá glimmer á augnlokunum. Síðan var húðin mjög ljómandi og bronze-uð.
Augun: Ég notaði Naked Heat frá Urban Decay til þess að skyggja, Honey Lust sem er gullfallegur augnskuggi frá Mac Cosmetics yfir allt augnlokið og síðan glimmer frá Stila í litnum “Kitten Karma”. Síðan setti ég svartan eyeliner og stök augnhár.
Húðin: Ég prófaði Mac Studio Fix farðann og hyljarann í fyrsta skipti þetta kvöld. Ég mæli samt aldrei með að prófa nýjan farða fyrir mikilvægt kvöld. Ég sá samt ekki eftir því vegna þess að hann endist allt kvöldið og ég þurfti ekkert að laga mig. Þannig þessi farði og hyljari fá mín með mæli og síðan myndast hann mjög vel!
Þetta ilmvatn er strax orðið eitt af mínum allra uppáhalds en ég fékk þennan gullfallega ilm á Brand day sem ég sagði ykkur frá í seinustu færlsu – æðislegur, mæli með!
<3
Mínar bestu xx
Ég og Fannar bróðir minn – vantar hinn sem er út í Frakklandi að njóta xx
Yndislegt kvöld í alla staði xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg