Þar sem ég er ekki búinn að vloga lengi ákvað ég að hlaða í eina lauflétta færslu og láta ykkur vita hvað er á döfinni hjá mér. Ég er kannski svolítið frábrugðinn “venjulegum” bloggurum og því er þessi færsla eitthvað nýtt fyrir mér en það er bara gaman!
Það sem ég er hvað mest peppaðastur fyrir er að ég og kærastan, Hildur Sif, sem var einmitt að byrja á Trendnet, erum að fara í langþráð frí til Bandaríkjanna eftir 8 daga. Við fljúgum til San Francisco og verðum þar í tvær nætur, svo förum við til Los Angeles í viku, þaðan liggur leiðin til Hawaii í viku og svo verðum við í San Diego í 6 daga. Við erum vel spennt. Ég ætla reyna sína frá þessari veislu á instagram og svo er markmiðið að henda í eitt stykki vlog í L.A., Hawaii og San Diego sem ég myndi posta eftir að ég kem heim. Ég læt tvær myndir fylgja með frá síðustu Bandaríkjaferð hér að neðan. Þetta síða hár var alveg sexý!
Annars hefur mikill fókus farið á skólann undanfarið, þar sem ég er að reyna forvinna mig fyrir þetta blessaða frí. Ég hef líka verið með nokkra fyrirlestra og svo hefur mikil orka farið í podcastið Milliveginn, sem er alveg ótrúlega gaman. Þáttur númer fjögur kemur í kvöld og við erum að stefna á að taka þrjá podcast þætti upp í vikunni við mjög svo áhugaverða viðmælendur. Hlakka til að henda þeim í loftið!
Annars bara bið ég að heilsa ykkur og vonandi höfðuð þið gaman af smá öðruvísi færslu frá mér!
Skrifa Innlegg