fbpx

Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með

andleg vellíðan

Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með, svo einfalt er það. Þetta fólk hefur mikil áhrif á lífið þitt. Annað hvort hífur það þig upp eða dregur þig niður. Það getur ráðið því hversu miklum árangri þú nærð og hversu vel þér líður.

 Hugsaðu um einstaklinga sem hífa þig upp, styðja við þig og vilja þér vel. Eyddu sem mestum tíma með þessu fólki. Þetta eru sannir snillingar sem vilja þér bara gott og samgleðjast þér þegar þú stendur þig vel.

Hugsaðu síðan hvaða einstaklingar draga þig niður og hafa vond áhrif á þig. Eyddu sem minnstum tíma með þessu fólki og forðastu það. Þetta fólk er eitur og þau geta komið í veg fyrir að þú náir eins langt og þú vilt í lífinu.

Stórt hrós á alla þá sem styðja við vini sína í gegnum gleði og tár. Áfram þið!

Hamingjuna er að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    29. June 2018

    Elska þessa pælingu – þyrftu sem flestir að hafa þetta í huga:)