fbpx

ÞRÓAÐU HUGREKKI TIL AÐ VERA TRÚR SJÁLFUM ÞÉR

andleg heilsaandleg vellíðan

Álit annarra er eitthvað sem snertir okkur öll en mismikið. Á meðan sumir eru algjörlega háðir áliti annarra, temja aðrir sér þann eiginleika að haga sér á þann máta sem það vill án þess að þurfa að taka áliti annarra inn í myndina.

Það getur skapast ákveðin togstreita á milli þess að vera trúr sjálfum sér og áliti annarra. Það skapar ákveðið vandamál þar sem einstaklingar eiga það til að hegða sér á ákveðinn máta sem er kannski ekki alveg í samræmi við það hver þeir raunverulega eru. Það getur verið út af ákveðnum félagslegum normum og/eða pressu frá samfélaginu um hvernig við eigum að haga okkur. Þessi barátta getur valdið manni óþægilegum kvíða en með varnarviðbrögðum þrýstum við þessum kvíða undir yfirborðið.

Einstaklingar sem eru ekki trúir sjálfum sér fórna ábyrgðinni sinni til að vera partur af hóp, sem er auðvelda leiðin. Það er miklu auðveldara að gera það sem hópurinn gerir því það samfélagslega viðurkennt. Erfiða leiðin er að taka ábyrgð og þora að lifa í samræmi við sjálfan sig og sín gildi. Það er miklu erfiðara að leiða heldur en að fylgja hópnum. Það getur falið í sér ýmsar áhættur því það getur stangast á við sjónarmið margra.

Það er stöðug barátta að þora að vera maður sjálfur. Þú nærð ekki einhverjum stað þar sem þú ert algjörlega orðinn trúr sjálfum þér. Við erum óumflýjanlega í þessum heimi með öðrum einstaklingum sem við þurfum að taka inn í myndina. Spurningin er hinsvegar hvort þú viljir taka annað fólk inn í myndina sem samþykkir ekki hver þú ert. Að mínu mati er tímasóun að eyða tíma með fólki sem samþykkir mann ekki.

Ég held að flestir þurfi að ákveða fyrir sjálfan sig hversu mikið þeir vilja vera trúir sjálfum sér. Það þarf hinsvegar ekki endilega að meta þetta í algjörum andstæðum, að annaðhvort sértu algjörlega háður áliti annarra eða gjörsamlega trúr sjálfum sér. Ég tel að þetta sé samblanda. Ég held samt að því nær sem þú þorir að vera trúr sjálfum þér því meiri ánægju færðu. Þróaðu hugrekki til að vera trúr sjálfum þér. Það er afar frelsandi og getur gefið manni sanna vellíðan.

MILLIVEGURINN #22 - EVERT VÍGLUNDSSON

Skrifa Innlegg