fbpx

MY GO TO Á GLÓ

Plöntufæðivegan

Ég var með draum árið 2013, sem var að fá Gló sem styrkaraðila. Nokkrum árum og rúmlega 200 Gló ferðum seinna varð þessi draumur að veruleika þar sem ég varð loksins einn af meðlimum Team Gló. Mjög mikill heiður fyrir mig. Gló er hollasti “skyndibitinn” á Íslandi. Þar sem ég er nokkuð sjóaður í að panta mér á Gló og einfaldlega af því mér langar til þess, þá ætla ég að deila með ykkur réttunum sem ég mæli með.

Skálar:

Mexikósk Oumph skál: Þessi er hrottalega góð. Ég sleppi snakkinu á toppinn, fæ mér avocado fyrir guacamole og fæ spæsí mæjó til hliðar.

Oumph Sport skál: Þessi klikkar sjaldan. Ég set grænmetisspagettí  í staðinn fyrir pasta og bokkolí salat í staðinn fyrir melónur.

Heitir réttir:

Grænmetisborgari: Haldið í hestana ykkar. Þetta er held ég minn uppáhalds réttur. Yfirleitt set ég brokkolí salat í staðinn fyrir sætkartöflu franskarnar og hummus í staðinn fyrir spæsi mæjó en þegar ég geri vel við mig breyti ég ekki neinu.

Súpa: Súpurnar á Gló eru mjög góðar. Kókoskarrý súpan er alltaf til en svo koma nýjar í hverjum mánuði. Bauð fylgir með, annaðhvort súrdeigsbrauð eða glúteinfrítt fræbrauð.

Spínatlasagna: Rétturinn sem mér finnst hvað bestur en sem ég fæ mér sjaldnast. Ég fýla pasta og brauð ekki mikið þar sem þar sem mér finnst hveiti ekki fara vel í skrokkinn á mér. Þetta spínatlasagna er samt alltaf þessi virði inn á milli.

Sætindi:

Ef þið ætlið að fá ykkur sætt á móti kaffinu eftir guðdómlega máltíð, þá verð ég að mæla með tveimur kökum. Vegan ostakakan er rosaleg og Snickershrákakan er ekki síðri.

Þið getið skoðað meira úrval á glo.is. Nú er hægt að panta máltíðir þar og sækja sem er mjög hentugt fyrir upptekið fólk. Annars er ansi líklegt að þið hittið mig á Gló þar sem það má nánast segja að það sé mitt annað heimili. Endilega heilsið upp á kallinn ef þið sjáið mig!

INNKAUPALISTI FYRIR GRÆNAN SMOOTHIE

Skrifa Innlegg