Hér kemur seinni helmingurinn af jólaboðskap Begga. Gleðileg jól!
Jólaboðskapur 3/4
Það sem þú gefur þarf ekki að kosta peninga. Brostu. Segðu takk. Haltu hurðinni opinni fyrir ókunnugann einstakling. Knústu. Kysstu. Segðu fallega hlutinn sem þú ert að hugsa um. Gerðu góðverk án þess að búast við einhverju til baka. Hjálpaðu. Hrósaðu. Þessir hlutir skilja miklu meira eftir sig heldur en veraldlegur auður!
Jólaboðskapur 4/4
Finndu jafnvægi milli þess að huga að sjálfum þér og leyfa þér að njóta jólanna. Þú þarft ekki að berja þig niður fyrir að hafa sleppt æfingu eða hafað borðað óhollara en þú gerðir ráð fyrir. Þú þarft ekki að hætta að hreyfa þig algjörlega og borða allt það óholla sem til er. Burtu með allt eða ekki hugsunina. Þú getur bæði borðað óhollt og hollt. Þú getur bæði legið upp í sófa í heilann dag og tekið göngutúr. Þú getur bæði verið stressaður og notið alla góðu augnablikanna. Njóttu súkkulaðimolans, farðu í göngutúr, liggðu upp í sófa, hittu fólkið þitt, vertu með sjálfum þér. Gerðu það sem gerir þig ánægðan. Þú ert þinn besti sérfræðingur!
Skrifa Innlegg