fbpx

Döðlukúlur

Plöntufæðivegan

Halló kæru lesendur,

Þar sem það styttist heldur betur í verslunarmannahelgina langaði mér segja ykkur frá einni snilldar uppskrift. Tilvalið í bústaðinn, útileguna, innipúkann og þessvegna þjóðhátið. Hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur, þá munuð þið slá í gegn með þessum döðlukúlum.

Ég elska allt sem er með döðlum í. Mér finnst döðlur ekki góðar eintómar en þegar þær eru blandaðar með eitthverju öðru eins og t.d. kasjúhnetum, þá finnst mér þær svakalegar.

Ég lít á döðlukúlurnar sem hollt nammi og hentar því þeim sem vilja kannski ekki algjörlega missa sig í “sukkinu”.  Þær eru ofboðslega góðar, innihalda fá innihaldsefni og eru einfaldar í bígerð. Það er algjör snilld að eiga þær til í frystinum heima til að fá sér með kaffinu, sem millimál eða í staðinn fyrir þetta klassíska nammi. Allir sem hafa smakkað þessar döðlukúlur í kringum mig eru mjög hrifinir af þeim.

Innihaldsefni:

400 gr. döðlur

250 gr. hafrar

1/2 bolli ósætt kakó

Kókos til að velta upp úr

Aðferð:

1. Látið innihaldsefnin í matvinnsluvél/blandara og blandið saman. Ef þið eruð ekki með ferskar döðlur er sniðugt að mýkja döðlurnar með upphituðu vatni áður en þið blandið þeim við hin innihaldsefnin. Ef blandan er of þurr, bætið þá smá plöntumjólk við.

2. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og veltið kúlunum upp úr kókosmjölinu.

3. Geymið í frysti. Persónulega finnst mér döðlukúlurnar bestar þegar þær eru búnar að vera í frysti í sólarhring en öðrum finnst betra að borða þær strax.

4. Njótið og eigið góða helgi!

TÚRISTAR Í EIGIN LANDI! | VLOG 18

Skrifa Innlegg