fbpx

TILFINNINGARÚSSÍBANI

20212022EMILÍA BIRNALÍFIÐ

2021

Við fjölskyldan enduðum öll árið 2021 með covid & vorum í einangrun yfir bæði áramótin & eins árs afmælið hennar Emilíu. Ég verð að viðurkenna að ég átti frekar erfitt með það. Við vorum ekki búin að kaupa handa henni afmælisgjöf & það var ekki búið að undirbúa neitt & barnið var að verða eins árs. Mér leið smá eins & ég væri að skíta uppá bak. Þvílíka pressan sem ég setti á mig.

TILFINNINGARÚSSÍBANI

Við getum allavega sagt að ég missti kúlið, fór ein í göngutúr & byrjaði að rifja upp árið, skældi smá, króknaði síðan úr kulda & dreif mig inn í hlýjuna. Ég leyfði mér svolítið að upplifa allar þessar tilfinningar. Covid + eins árs afmæli + tilfinningarík mamma. HELLÓÓ 🙈

En þetta fór allt saman vel, ég jafnaði mig 😆 & Emilía átti yndislegan dag … svo hafði hún auðvitað ekki huugmynd um að hún ætti afmæli.

AFMÆLISGJÖFIN

Afinn reddaði okkur foreldrunum & keypti bók sem við gáfum henni í afmælisgjöf. Hún er búin að skoða þessa bók fram & til baka. Emilía er meiriséa farin að kalla á Bóbó þegar hún vaknar á morgana til þess að fara fram & skoða. Þetta var gjöf sem hitti svona aldeilis í mark.

AFMÆLIS KAKA

Við bjuggum til afmælisköku úr melónu. Ég sá það hjá gamalli vinkonu sem ég var að vinna með & ég gat ekki annað en gert það sama. Fannst þetta brilliant hugmynd fyrir svona lítil kríli. Ég sýni frá því hvernig ég geri kökuna í myndbandinu hér fyrir neðan.

Annars þá er ég þakklát fyrir netið á svona tímum. Við fengum símtöl frá nánustu fjölskyldu & vinum & hún var farin að þekkja afmælissönginn í lok dags. Dillaði sér aðeins á meðan fölsku foreldrarnir sungu.

ArnaPetra (undirskrift)

JANÚAR HUGARFAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Anna Bergmann

  14. January 2022

  Þú ert besta mamma í heimi 🤍

  • Arna Petra

   14. January 2022

   🥺❣️