fbpx

JANÚAR HUGARFAR

2022

Gleðilegan janúar mánuð … 2022!

Janúar er mánuðurinn sem mig langar helst að stinga af einhvert í slökun eftir brjálaðan desember mánuð. En á sama tíma langar mig að troða mér í ræktarfötin, borða hollt, byrja á nýrri dagbók, skipuleggja árið & setja mér hnitmiðuð markmið fyrir árið. Það getur verið mjög yfirþyrmandi að mér finnst en líka ótrúlega skemmtilegt. Það er svo gott að komast aftur í rútínu með splúnkunýtt hugarfar á nýju ári.

Svo kemur að þessari hér:

Hver eru þín áramótaheit? …

Veistu, þú þarf ekkert að vera með svar við þeirri spurningu.

Það er samt gott & hollt að staldra aðeins við & hugsa hvað manni langar til að gera nýtt á árinu. Dreymir þig um að gera eitthvað? Þá er gott að ná sér í blað & blýant eða skrifa í notes. Oft eru meiri líkur á því að maður komi hlutunum í verk eftir að hafa skrifað það sem maður er að hugsa á blað. Ég get allavega staðfest það. En dreymir þig ekki um neitt? prófaðu að loka augunum & leyfa þér að láta hugann fara einhvert með þig. Það er hollt að láta sig dreyma þó það gerist ekki á árinu.

En að öðru þá mæli ég með þessu hlaðvarpi hér:

Ástralskt par, Sarah & Kurt sem eiga strákinn Fox & eiga von á öðru barni. Þau pósta stuttum þáttum alla virka daga um alls konar efni tengdu heilsunni, sambandinu, meðgöngu, fæðingu, hreyfingu, mataræði, markmið, fyrirtækjarekstur, fjölskyldulífið & svo mikið meira. Ég mæli með að skoða fyrirsögn á þáttunum & finna hvað hentar ykkur að hlusta á. Ég allavega elska þetta & dýrka þetta sæta par.

Annars bara gleðilegan mánudag & eigðu frábæra viku –

ArnaPetra (undirskrift)

FÖRUM YFIR ÁRIÐ 2021

Skrifa Innlegg