fbpx

FÖRUM YFIR ÁRIÐ 2021

2021LÍFIÐ

Góðan daginn kæri lesandi & gleðilegt nýtt ár.

Í þessari færslu langar mig aðeins að fara yfir árið sem var að líða …

Það sem stóð mest upp úr við 2021 var mömmuhlutverkið. Ég eignaðist mitt fyrsta barn & eyddi meirihluta ársins með stelpunni minni.

Fyrstu tveir mánuðirnir einkenndust af fjölskyldu búbblu. Við störðum á hana tímunum saman, við sváfum & vöktum á furðulegum tímum, borðuðum kex & mjólk á nóttunni & skiptumst á að hafa Emilíu sofandi á bringunni okkar. Er eitthvað betra? … ég sakna þess.

Þriðja mánuðinn fór Tómas að vinna & þá tók við frekar krefjandi tími. Allt í einu var ég ein með hana. Þá byrjaði kveisan … við notuðumst mikið við skin to skin, ég þurfti að passa hvað ég lét ofan í mig, taka út kaffi, koma í veg fyrir yfirsnúning, láta kíkja á vara & tunguhaft, bakflæðislyf, láta kranann renna (besta tips!), ganga um gólf, hnébeygjur (það róaði oft😆) … ææ maður reyndi svo margt. En svo var þetta bara tímabil – laaaangt tímabil. En þetta hætti þegar Emilía byrjaði að borða fasta fæðu & fékk pela í staðin fyrir brjóstið.

Fór ég út fyrir þægindarammann á árinu?

Já & ég myndi segja að það hafi verið þegar við fórum í Ísland í dag viðtalið. Það var ótrúlega skemmtilegt en guð hvað ég var stressuð. Þar getið þið líka séð gott dæmi um það hvernig fyrstu 6 mánuðirnir voru með Emilíu. Já við getum sagt að taubleyjurnar voru hátt í 10 á dag. Hægt að horfa á viðtalið hér.

Tómas minn kláraði flugkennarann & hélt útskrift. Við fögnuðum bæði flugkennaranum & atvinnuflugmanninum sem hann kláraði árinu áður. Covid er búið að láta okkur bíða ansi oft með veislurnar.

Á árinu kynnist ég þessum bestu stelpum. Mömmuhópur sem ég er ólýsanlega þakklát fyrir.

Við fórum til Svíþjóðar & Danmerkur. Fyrsta útlandaferðin & ekki sú síðasta get ég sagt ykkur.

Fyrsta nóttin frá Emilíu var aðeins öðruvísi en ég bjóst við. En ég fékk sýkingu í nýra & þurfti að vera eina nótt á spítala. Þetta var hræðilegasta nótt ársins takk & bless.

Ég fór í skóla & byrjaði að læra grunnnám í upplýsinga & fjölmiðlagreinum. Ég fór í tvo áfanga & lærði ljósmyndun & grafíska miðlun. Það var mjög spennandi.

Við Tómas fórum í kærustuparaferð til Parísar. Smá foreldrafrí sem var kærkomið. Á meðan var Emilía í dekri hjá ömmum & öfum.

Tvíburabróðir minn & kærasta eignuðust sitt fyrsta barn, hana Matthildi Mettu. Hún verður sko dekruð af Öddu frænku.

Svo er ég ótrúlega stolt yfir því hvað hefur gengið vel að vinna sjálfstætt. Þökk sé ykkur sem fylgist með<3 Ég hef verið svo heppin að hafa unnið með frábærum fyrirtækjum & ennþá heppnari með fólkið sem ég fæ að vinna með. Búin að græða nokkra góða vini á þessu öllu saman. Vonandi heldur áfram að ganga vel á árinu því það er margt spennandi framundan.

Árið endaði síðan með covid á línuna. Það hlaut að koma að því …  en við erum öll frísk & sluppum frekar vel.

Takk fyrir að lesa á árinu & ég hlakka til að gefa frá mér meira efni hér.

Snertilaust KNÚS úr einangrun …

ArnaPetra (undirskrift)

GJÖF SEM FER Á FLUG

Skrifa Innlegg