fbpx

FYRIR & EFTIR

2022SAMSTARF

FYRIR & EFTIR 

Þið trúið því ekki hvað það var góð tilfinning að skipuleggja þessa skúffu. Ég var nefnilega alltaf jafn fúl þegar ég opnaði hana & fann ekki neitt. Svo þegar ég tók eitthvað upp úr þá hrundi annað úr skúffunni. Alveg óþolandi 😆

Ég ákvað þá að losa mig við helling & hafa frekar fáa hluti með gott notagildi.

Þá verð ég að fá að mæla með Combekk …

Combekk er Hollenskt fyrirtæki og eru þeir fyrstu til að framleiða sjálfbær eldunaráhöld úr endurunnu ryðfríu stáli.

Stál línan er hönnuð og framleidd með atvinnukokka í huga og því hugað að öllum smáatriðum. Eins & ég hef nefnt áður að þá er  ég heimsins besti heimiliskokkur 😄👩🏼‍🍳

Þetta er til dæmis ótrúlega falleg innflutningsgjöf eða jafnvel afmælisgjöf fyrir þann sem elskar að elda & á allt.

Combekk vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera úr endurunnum afurðum og náttúrulegum efnum sem eru góð fyrir umhverfið, matinn og heilsuna okkar. Svo skemmir ekki fyrir hvað vörurnar eru fallegar.

Skoðaðu Combekk hér.

& svo mana ég þig að taka til í þessum leiðindarskúffum ef þú átt eina eða tvær 😄

ArnaPetra (undirskrift)

ERU HÁ STÍGVÉL MÁLIÐ?

Skrifa Innlegg