fbpx

VETRARFRÍ Í LONDON

FERÐALÖGLÍFIÐ

Vetrarfrí ….
Nokkra daga frí um miðjan febrúar hljómar vel, frí í skólanum og tilvalið að gera eitthvað annað en vanalega.   Vetrarfríið hittir alltaf á afmæli strákanna minna en þeir eiga báðir afmæli í dag 21 febrúar & Ísabella eftir nokkra daga eða 1 mars.  Þessi vika er því afmælisvika í okkar fjölskyldu þar sem að allir eiga afmæli nema ég :)
Við áttum frábæra daga í London en samvera með mínu uppáhalds fólki er ómetanleg og gott að komast aðeins í burtu.  Við skoðuðum borgina, borðuðum góðan mat og gerðum þessa týpísku túrista hluti, við vorum þó ekkert með þetta of planað heldur bara mjög afslappað og rólegt.

Við gistum á  ACE Hotel Shoreditch  sem er í mjög skemmtilegu & artí hverfi í austur London.  Shoreditch liggur alveg við fjármálahverfið og andstæðurnar eru því miklar en þetta var eiginlega uppáhalds parturinn minn af London en þarna er fullt af skemmtilegum og öðruvísi búðum og mikið af flottum “vintage” búðum, list og skemmtilegir markaðir út um allt.  Ég mæli með heimsókn í þetta hverfi ef þú ert í London.

Við byrjuðum alla morgna á því að fara í gufu, fá okkur góðan kaffi og settum plötu á fóninn, topp næs !

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM @andreamagnus
INSTAFRAM @andreabyandrea

LOVELOVE

Skrifa Innlegg