fbpx

LOVELOVE

AndreAFYLGIHLUTIRSAMSTARFSKARTTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

LoveLove

Valentínusardagurinn er í dag … Ætlar þú  að halda upp á hann ?
Þetta er allavega dagur ástarinnar sem er tilvalinn í að segja ykkur frá LoveLove.
LoveLove er setning sem hefur fylgt mér og mínum lengi.  Ég nota Love x 2 um það sem á skilið extra mikla ást eða um einhvern eða eitthvað sem  er það  flott eða frábært að það á skilið tvöfaldan skammt af ást.
Þessi tvöföldun á annars þessu fallegasta og sennilega vinsælasta og einu mest notaða orði heims hljómar jafnvel helmingi betur í öðru veldi ;)

Hálsmenin litla Love & stóra Love eru í sérstöku uppáhaldi.
Á meðfylgjandi myndunum getið þið séð allt frá tilraunum og prufum af meninu að fullbúnum hálsmenum.
Helga Sæunn vinkona mín hjálpaði mér að hamra þessi orð í silfur  handa ástinni minni á sínum tíma.  Í dag ber ég alla daga stórt LoveLove í gulli, stundum er ég með það litla líka (suma daga þarf maður bara fjórfaldan skammt) !

Hvort að það sé svo tilviljun eða ekki þá hefur það þróast þannig að LoveLove línan er það sem ég nota mest sjálf alla daga um þessar mundir.
Hálsmenið tek ég aldrei niður & Lovelove samfestingana hef ég notað miklu meira en mig hefði grunað og núna eru það Lovelove buxurnar sem ég fer ekki úr og er að þróa þær í nokkrum útgáfum til viðbótar ….

Gleðilegan valentínusardag ♡
LoveLove

AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

TREND // HÁRSPENNUR

Skrifa Innlegg