fbpx

UPPÁHALDS VETRARSKÓR

AndreADRESSSAMSTARFSKÓRTíska

*Skórnir eru úr eigin verlsun.

Bestu skórnir í öllum þessum snjó & alls ekki bara af því að það er snjór, þeir eru líka bara svo flottir eða mínir bestu, fallegustu, hlýjustu, uppáhalds skór ….. Já ég dýrka þá :)
Ég heillaðist strax af útliti þeirra en þægindin eru þannig að mig langar alltaf að vera í þeim.  Ég fer á hverjum morgni út með Coco og þá er dásamlegt að geta stigið berfætt beint ofan í þessa mjúku & hlýju loðfóðruðu skó.  Ekki skemmir að það er svo gott að ganga í þeim (það þarf ekki að ganga þá til, þeir eru þægilegir frá degi eitt).

Ég byrjaði á að fá með beige litinn af því að yfir höfuð heillast ég bara sjaldan að svörtu en jafn mikið og ég reyndi að fá mér ekki tvö pör þá gerðist það og ég hef bara engar afsakanir en hugga mér við það hvað ég nota þá mikið.
Þessir skór eru klassískir og eru ekki að fara neitt en ég lauk nýlega við að panta þá aftur fyrir næsta haust.

Skórnir eru til í tveim útfærslum TEDDI & BEARI, þeir eru mjög líkir en BEARI er á grófari sóla.
Margir hafa viljað þá líka ófóðraða þá mæli ég með TEKKA.
Hér er hægt að skoða allar tegundir: SKÓR! 

xxx
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HOME INSPO & LITIR SEM HEILLA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    21. February 2022

    Verða ekki betri …