Færslan er unnin í samstarfi við Epal
Hvernig hugsum við um fötin okkar ? Hvað viljum við að þau endist lengi ?
STEAMERY Stockholm heillaði mig upp úr skónum þegar ég sá merkið fyrst á tískuvikunni. LOKSINS látlaus og falleg hönnun sem mig langar virkilega til að eignast. Ég er að tala um hluti sem ég nota daglega bæði heima og í vinnunni. Gufur – hnökravélar (þær bestu sem ég hef prófað), þvottaefni og margt fleira.
Það sem heillaði mig strax eru gufugræjurnar. Þarna sá ég í fyrsta skipti gufu sem er falleg, ferðagufu sem virkar og auðvelt er að taka með sér í ferðalagið, í myndatöku eða hvert sem er og flotta hnökravél sem Guðrún Sortveit skrifaði um hér fyrir áhugasama.
Ferðagufan kemur í fallegum litum og í þessum poka. Pokinn er ekki bara góð geymsla fyrir gufuna heldur er hann líka hitaþolinn. Ég nota hann til að ýta á móti þegar ég vil t.d móta skyrtukragann. Ég hef alltaf átt gufu en aldrei svona poka. VÁ hvað mig vantaði hann, algjör snilld. Ferðagufan er lítil og það er auðvelt að taka hana með, hún hitnar á aðeins 20 sekúndum og er mjög einföld í notkun.
EN HVAÐ GUFA ÉG ?
Ég gufa oftast stuttermaboli, þegar þeir þorna svona aðeins krumpaðir, skyrtur & kjóla. Borðdúka þegar ég nota þá og svo það sem þið hefðuð kannski ekki giskað á en ég gufa gallabuxurnar mínar oft :)
GALLABUXUR…
Það fer sennilega ekkert ver með fötin okkar en að þvo þau of oft. Gallabuxurnar mínar lentu sennilega hvað oftast að óþörfu í þvottakörfunni hér áður fyrr. Það er langt síðan ég hætti að ofþvo fötin mín en stundum eru gallabuxur orðnar svona linar og lúnar en þá er oft nóg að gufa aðeins yfir þær.
Ef ég vill fá þær stökkar & ferskar eins og þær séu nýþvegnar þá spreyja ég Ilmspreyinu frá Steamery yfir & gufa svo.
PEYSUR… prjónapeysur reyni ég að þvo eins sjaldan og ég kemst upp með, til að þær haldist fallegar sem lengst. Ef það kemur t.d. matarlykt eða eitthvað álíka í þær þá nota ég ilmspreyið, en það eyðir lykt og svo gufa ég yfir.
Steamery Stockholm er fyrirtæki sem stofnað er af fólki sem hefur verið viðloðandi tískuiðnaðinn lengi. Hugmyndafræðin er að bjóða upp á fallegar vörur sem hjálpa okkur á einfaldan & umhverfisvænan hátt að meðhöndla fötin okkar og eiga þau lengur.
“Flíkur sem missa lit eða lögun eru oftast ekki úr sér gengnar – þær eru ofþvegnar. Föt sem vel er hugsað um, endast lengur. Verkefni okkar er að hvetja alla til að hugsa betur um fötin sín.”
Gufur eru ómissandi að mínu mati. Eftir að hafa unnið í fataverslun síðan ég man eftir mér hef ég komist upp á lagið með að nota gufur og það er pínu…. “Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt” :) Ég hef verið með stóra gufu í þvottahúsinu mínu í mörg ár og tek aldrei upp straujárn.
STEAMERY vörurnar eru vandaðar og vel hannaðar á sanngjörnu verði.
Ferðagufan kostar 16.900 – Hnökravélin 5.700 & Ilmspreyið 3.500. / Úrvalið er hægt að skoða hér: EPAL
xxx
AndreA
Skrifa Innlegg