*Vöruna keypti greinahöfundur sjálf
Halló!
Ég fór í þriðja skiptið alein út um helgina síðan að Áslaug Rún fæddist (já ég er að telja haha) en ég fór í Epal og ætlaði að kaupa gjöf sem var síðan ekki til en endaði með að kaupa gjöf handa sjálfri mér. Þetta er eitthvað sem mig er búið að langa í lengi og mjög fullorðins, ég keypti mér hnökravél! Hljómar kannski mjög óspennandi en ég er bara svo ótrúlega ánægð með þessa gullfallegu hnökravél. Þetta er hnökravél frá STEAMERY Stockholm sem er ótrúlega fallegt og vandað merki. Eftir að ég keypti þessa græju þá fór ég að kynna mér þetta merki og er mjög heilluð. Hugmyndafræðin á bakvið allt og stílinn.
Þetta er einstaklega falleg vara og fullkomin gjöf handa þeim sem eiga allt!
“We call this Slow Fashion Movement”
Mér finnst líka hugsunin hjá fyrirtækinu Steamery Stockholm ótrúlega flott. Það er verið að leggja áherslu á að fara vel með hlutina sína en þá endast þeir líka lengur og betra fyrir umhverfið.
Recycle – Reuse – Reduce
Varan kemur í nokkrum litum og eru allir litirnir ótrúlega fallegir
Næst á óskalistanum mínum er þessi fallegi gufugæji en það sem ég hef verið að nota til að slétta úr fötunum mínum er sléttujárn, þannig ég held að það sé komin tími á að ég fjárfesti annaðhvort í strauj árni eða svona gufugæja.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg