Laugardagur …. ég sit hérna við tölvuna með akkúrat þetta útsýni….. Blóm & Blogg
Smá næði í morgunsárið, góður kaffibolli/kaffibollar og skipulegg annars mjög annasama helgi…. Danssýning, barnaafmæli, matarboð og annað afmæli er á dagskrá hjá mér :)
Þessi blóm… Brúðarslör eða Baby breath er það sem gleður augun mín akkúrat núna. Ég elska þessi blóm, þau standa lengi en þessi sem þið sjáið hér eru búin að standa þarna í akkúrat viku í dag. Talað er um að þau standi í 5-10 daga en mögulega lengur, mín líta a.m.k út eins og ný (ég er einu sinni búin að skipta um vatn á þeim).
Brúðarslör er mikið notað með öðrum blómum en ég er að elska að hafa þau bara svona ein og sér, stílhrein og falleg. Ég held að það sé hægt að fá þau einhverstaðar í litum líka, gul, bleik og blá, ef einhver veit hvar ég fæ þannig þá máttu endilega senda mér línu eða kommenta hér fyrir neðan. <3
Ég er með tvær tegundir í mínum vasa, annað blómið er aðeins minna en hitt (held þó að þetta séu bæði brúðarslör) en ég keypti það minna í Burkna í Hafnarfirði en það stærra í Blómagallerí í vesturbænum.
Ég klippti svo smá af vendinum og setti í minni vasa / kertastjaka og setti inn á bað <3
Góða helgi ♡
LoveLove
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg