fbpx

TÍSKUVIKAN & BIÐIN ENDALAUSA

AndreADRESSFERÐALÖGSAMSTARFTíska

Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA.

Tískuvikan virkar þannig að við pöntum alltaf sex mánuði fram í tímann.  Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst 2018.  Ég er sem sagt búin að bíða eftir þessum gula kjól ásamt allri línunni frá Notes Du Nord í rúma sex mánuði …  “Story of my life”.
Núna er guli kjólinn minn, ég er þó ekki alveg jafn sæt í honum núna þar sem að ég er nánast samlit kjólnum eftir veturinn :)
Þá hefst biðin eftir sumri, sól & tækifæri til að geta notað hann.
Ég gæti líka notað hann núna með kinnalit í kinnum, leggings undir & leðurjakka yfir en ég er svolítið að vinna með það þessa dagana enda fátt annað í boði.

Við pöntuðum þessar vörur í dásamlega fallegu veðri í Kaupmannahöfn, Ísabella dóttir mín var aðstoðarkona mín að þessu sinni.
Ég & Sara eigandi Notes Du Nord.


Besta kaffið á tískuvikunni.

Núna eru allar þessar dásamlegu fallegu og vönduðu vörur mættar í búðina og ekkert eftir annað en að klæðast þeim og njóta en í millitíðinni er ég búin að fara á aðra tískuviku og bíð nú eftir trylltum flíkum úr þeirri línu sem  við fáum í agúst.  Svona er tískan.  <3

SS 19 línan frá Notes Du Nord er ekta dönsk… þægilegir sumarkjólar sem fallegt er að para við flotta strigaskó.  Geggjaður rykfrakkinn frá þeim með trylltum smáatriðum, “leopard” eða blettatígurs munstrið í nokkrum flíkum í bland við milda draumkennda sumarliti.  Ótrúlega falleg lína sem fæst hjá okkur í AndreA en við pöntum þó lítið af hverri flík svo að þessi lína kemur í takmörkuðu upplagi.

 

LoveLove
AndreA

Instagram: @Andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

TRYLLT SÝNING HJÁ HILDI YEOMAN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Bella

    3. April 2019

    Vaaaaaa