fbpx

JÓLA ANDREA

AndreAJÓLSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verlsun AndreA

JÓLA HVAÐ

Jóla Jóla þetta er að bresta á.  Það er ekki í boði að vera GRINCH þegar maður vinnur í verslun.  Ég viðurkenni alveg að mig langar það stundum en það varir oftast ekki lengi sem betur fer.  Jólin koma hvort sem okkur líkar það betur eða verr og það er miklu skemmtilegra að vera með og njóta heldur en að vera Skúli fúli / Grinch.

Þetta er skemmtilegasti tími ársins í búðinni, við fáum einhvernvegin að hitta alla og segja gleðileg jól við svo marga.  Hjálpum til við að velja gjafir og eða finna jólakjóla / jóladress.  Hljómar eins og draumadjobb í mínum eyrum.
Við þurfum að byrja að undirbúa jólin í maí, en þá þá leggjum við drög af jólakjólum & öllum jólafatnaði með mjög góðum fyrirvara svo allt sé komið  úr framleiðslu, á herðatré og inn í verslun á tilsettum tíma.

Jólaglugginn er kominn upp, við fáum nýjar vörur nánast daglega og höfum ekki undan að taka myndir, setja í “story”.  Margt sem kemur til okkar nær aldrei í vefbúðina af því að við gerum marga hluti í mjög takmörkuðu upplagi og þeir eiga það til að klárast áður en við náum að taka mynd.
Við mælum með að áhugasamir fylgi okkur á instagram.    þar ætlum við að vera duglegar að sýna það sem kemur upp úr kössunum og höldum að sjálfsögðu í hefð undanfarinna ára og gefum veglegar aðventugjafir alla sunnudaga á aðventunni.
Instagramið okkar finnur þú HÉR 


JÓLAKJÓLLINN er kominn í gluggann.  Í ár er hann risastóra tjullpilsið Dynjandi sem ég saumaði sem lokaverkefni þegar ég útskrifaðist,  á pilsið festum við svo 7 kassa af hvítum og silfruðum jólakúlum :).  Að ofan er hún í hvítri skyrtu með silfur teinum sem er væntanleg til okkar fyrir jólin en til að blinga skvísuna ennþá meira upp þá erum við að sauma á hana pallíettutopp sem hún fer í þegar nær dregur að jólum.
* Vegna fjölda fyrirspurna á Instagram um hvítu kúlurnar þá ætla ég að bæta því við hér að þær fást í Byko en silfruðu eru úr Ikea.

Jólastjörnurnar eru úr DIMM verslun.

Jólakransinn er kominn á sinn stað en hann er síðan í fyrra, það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa ferskar greinar sem ilma dásamlega.
HÉR er bloggið um hvernig við gerðum jólakransinn.

 

hóhóhó
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

11.11 - SINGLES DAY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Erla B

    18. November 2019

    Fallegast í bænum❤️

  2. Guđrún

    18. November 2019

    Òtrùlega jòlalegt og flott… en hvar fàst hreinar hvìtar jòlakùlur?

    • AndreA

      19. November 2019

      Einmitt Ætti kanski að bæta því þarna við en þær fást í BYKO

      • Guđrún

        19. November 2019

        Geggjađ.. èg þangađ..sjuklega flott :)