fbpx

11.11 – SINGLES DAY

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti eða þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar !

Singles Day er netsprengja þar sem margar netverslanir bjóða afslátt af vörum sínum í sólarhring.  Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa það gott og klára jólainnkaupin uppi í sófa :)

Brynja Dan vinkona mín stendur á bakvið 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir fimm árum og hefur dregið vagninn síðan.  Núna hefur hún gert þetta afar einfalt fyrir okkur hin en á miðnætti í kvöld fer í loftið síðan 1111.is þar sem hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á.
Netsprengjan stendur svo yfir í 24 klst :)

Hér er hægt að lesa ýtarlegt viðtal við Brynju um 1111:  SINGLES DAY .
Eins fylgdi þetta kynningarblað hér á myndinni með fréttablaðinu í gær.

Mynd: Aldís Pálsdóttir 

 

Brynja dró okkur í AndreA á 1111 vagninn á síðasta ári og við tökum að sjálfsögðu þátt í ár líka.  Það eru fullt af flottum búðum og vefverslunum að taka þátt og ég mæli með að þið kíkið á síðuna hennar Brynju í kvöld kl 00:00 og skoðið úrvalið hér: 1111.is

 

Happy shopping & til hamingju Brynja <3

xxx
Andrea

ANDREA TÍU ÁRA !

Skrifa Innlegg