fbpx

Í SÍÐKJÓL Í SAMKOMUBANNI

AndreALÍFIÐ

Gærdagurinn átti að vera fermingardagur Ísabellu og í dag vorum við búin að bjóða öllum í fermingarveislu en eins og öllu öðru var þessu frestað.
Við gerðum okkur samt glaðan dag og skemmtum okkur konunglega og eigum veisluhöldin inni í ágúst.

 

Síminn minn er fullur af áskorunum og það er gaman að sjá fjölskyldur um allan bæ gera hluti saman sem við hefðum sennilega annars aldrei gert.   Við erum greinilega dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera
Fyrir mig virkar best að vakna á morgnana eins og venjulega og taka mig til eins og ég geri alla aðra daga.  Ég mála mig – klæði mig og held út í daginn eins og ég gerði fyrir Covid.  Ég fer í vinnuna á hverjum degi vitandi að ég hitti sennilega engan en ég klæði mig fyrir mig!  Dagurinn minn verður bara betri og mér líður betur.
Það er eitt en svo er annað að fara í fallegan kjól, helst síðkjól.   Ég fullyrði að það er allt skemmtilegra í fallegum kjól, alveg sama hvað þú ert að gera.
Ég skora á ykkur að fara úr kósý dressinu í smá stund og fara í kjól, dansa við eitt lag, fá þér einn kaffibolla eða bara ryksuga…. mæli með!
Þið sem nennið, þorið viljið og póstið endilega setjið #kjolaaskorun undir myndina. (það eru komnar 6 & ég á 3 af þeim haha, hlakka til að sjá meira :)


Annars er fallegur sunnudagur úti sem við ættum öll að nýta vel.   Gleðilegan sunnudag til ykkar <3

xxx
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

DRESS: FYRIR MIG

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Auður

    29. March 2020

    Dásamlegar! Svo innilega glaðlegar og fallegar mæðgur <3