fbpx

HÖNNUNARMARS – ÞETTA LANGAR MIG AÐ SJÁ

HÖNNUNARMARS
HönnunarMars 4. – 8 maí.
Það er veisla framundan, ein skemmtilegasta hátíð ársins er að hefjast og borgin mun iða af lífi næstu daga.  Ég mæli með að þið kynnið ykkur vel hvað í boði er HÉR , en það verða rúmlega 100 sýningar & 200 viðburðir haldnir.Ég ætla að byrja á DesignTalks 2022  sem fer fram þann 4. maí í Silfurbergi Hörpu, opnunar- og lykilviðburður HönnunarMars sem hefst sama dag.  Hægt er að kaupa miða HÉR.

Margar verslanir eru með lengri opnunartíma og viðburðir eru víða.  Ég mæli með rölti um borgina, Laugaveg, Hafnartorg & Grandann.  Til að fá fíling fyrir stemmingunni framundan þá er hér blogg frá því í fyrra: HönnunarMars – tískuveisla í Rvk
Hér fyrir neðan eru svo viðburðir sem mig langar að sjá í ár. 

IN BLOOM

Föstudaginn 6. maí frá kl. 20:00 – 21:00 verður viðburður í Höfuðstöðinni þar sem IN BLOOM, nýja vor- og sumarlína Hildar Yeoman, verður sýnd og öllu verður til tjaldað. IN BLOOM verður til sölu í verslun Yeoman og í vefverslun frá og með 4. maí.

VALDÍS STEINARS X 66° NORTH

Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu verið að rannsaka nýjar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót. Með þessari aðferð verða engar afklippur til.
66° Norður hefur gengið til liðs við verkefnið og munu þau kynna samstarfið á HönnunarMars

Fimmtudaginn 5. maí frá kl. 16:00 – 18:00 Opnunarpartý í verslun 66°Norður, Laugavegur 17-19

KALDA 

Skómerkið KALDA stækkar vörulínu sína og frumsýnir nýja töskulínu.
föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 – 18:00 í KALDA SHOWROOM, Grandagarði 79.

Epal tekur þátt í HönnunarMars fjórtánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun.

Fimmtudagur 5 mái opnunarhóf frá kl. 17:00 – 19:00 annars opið eins og stendur á myndinni hér að ofan.

 KIOSK GRANDI

Hönnuðir Kiosk Granda sýna það nýjasta úr sínum smiðjum á HönnunarMars. Kiosk Grandi er í eigu fimm íslenskra fatahönnuða, ANITA HIRLEKAR, BAHNS, EYGLO, HELICOPTER, HLÍN REYKDAL & MAGNEA.
Föstudaginn 6. maí frá kl. 17:00 – 20:00 verður blásið verður til til gleðskapar í versluninni.
KIOSK GRANDI

Sjöstrand x studio allsber.

Sjöstrand og studio allsber bjóða til kaffiboðs! Kaffiboð eru í grunninn alltaf eins, kaffið er nauðsynlegur fasti þó veitingarnar breytist með tíð og tíma. Kaffiboð er vettvangur fyrir samverustundir, gott spjall, slúður, veðratal eða bara sitja saman í þögninni og sötra kaffi.
Opnunarboð föstudaginn 6 maí frá kl 17:00-19:00 – Kaffiboðið mun standa áfram í einfaldari mynd alla helgina.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá LHÍ


Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.
Fimmtudagur 5 maí 20:00-21:00 Hafnarþorpið, Tryggvagata 19

FÓLK 

Íslenska hönnunarmerkið FÓLK hefur sölu á tveimur nýjum vörulínum eftir íslenska hönnuði á HönnunarMars 2022.  Fallegt rými sem gaman er að kíkja í og skoða fallega hönnun.

Kolagata á Hafnartorgi, 101 Reykjavík

 

FLÆKJA eftir Svart & Minuit

 Svart & Minuit hafa skapað fatnað, fylgihluti og listaverk úr ónýtum fiskilínum, netum og reipum fyrir HönnunarMars 2022 sem sýnd verður í búðinni Svartbysvart, Týsgötu 1.
Opnunarhóf fer fram fimmtudaginn 6. maí frá kl. 18:00 – 21:00.

Sól Hansdóttir AW22 – Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum

 Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Llínan var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar og kannar línan aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda, hérlendis. Með haustlínu 2022 kannaði Sól Hansdóttir aðstæður á Íslandi til þróunar og framleiðslu á nútímafatalínu. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir. Sýningin er haldin í Ásmundarsal en sérstakt opnunarpartý fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 18:00 – 21:00. Sól verður einnig með leiðsögn um sýninguna föstudaginn 6. maí frá kl. 14:00 – 15:00. Gjörningurinn PERFORMANCE EXPERIMENTS ON REALITY fer fram laugardaginn 7. maí frá kl. 14:00 – 15:00.

AS WE GROW : Spor í söguna

 Saga AS WE GROW er spunnin í kring um hefðir og handverk. Í anda þess setur AS WE GROW upp sporastofu í verslun sinni þar sem hægt verður að fá sínar uppáhalds AS WE GROW flíkur áritaðar með útsaumi. Vor og sumarlína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu laugardaginn 7. maí fram kl. 14:00 – 14:30.
Íslenska Tweedið og ilmlína Kormáks og Skjaldar

 Á HönnunarMars 2022 munu Kormákur & Skjöldur í kynna framþróun í framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic Tweed“ eða „Íslenska Vaðmálinu“. Kynnt verða bæði ný mynstur í efninu sem og nýjungar í fatnaði og fylgihlutum.
Hluti af sýningu Kormáks & Skjaldar er viðburður laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53 þar sem tónlist, hattar frá Sigzon hats og Tweed verða í forgrunni í samstarfi við Olafsson Gin.
ANNA THORUNN


ANNA THORUNN kynnir til leiks tvær nýjar vörur; bómullarteppið Embrace og flauelspúðann Three seasons. Einnig verður sýnd prótótýpa af keramíkvasanum Dolce, rólan Freeedom og nýr litur af Bliss vasa og skál.
4.maí: 18:00–20:00 – Stúdíó Austurhöfn, Bryggjugata 2a

 

Sjáumst á HönnunarMars
xxx
AndreA

PÁSKASKRAUTIÐ Í ÁR

Skrifa Innlegg