fbpx

HEIMSINS BESTA “SCRUNCHIE”

AndreAFYLGIHLUTIRSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína AndreA

Heimsins besta “scrunchie”  ?
Já hún er til og ég er að gera heila bloggfærslu út af einni hárteygju :)
Ég keypti mér svona teygju í Kaupmannahöfn fyrir ári og hef notað hana óspart síðan, ég er mikið með hárið í hnút og þessi teygja gerir hnútinn þykkari og fallegri, hún heldur líka svo vel og er bara besta “scrunchie” sem ég hef prófað.  (þið skiljið mig þegar þið eruð búnar að prófa).

Ég á alveg aðrar svipaðar teygjur en það er eitthvað við efnið og áferðina í þessari sem gefur hnútnum extra flott lúkk.  Hún er líka flott í háa hnúta og tagl.

Ég var svo ákveðin og spennt  að finna þetta á tískuvikunni að Aldís vinkona mín spurði mig nokkrum sinnum “Erum við að leyta að hárteygju?” hún skildi þetta  ekki alveg, skiljanlega en skilur þetta betur núna þegar hún er búin að prófa og er komin á “schrunchie” vagninn.
Allavega mín uppáhalds hárteygja gjörið þið svo vel ….
Komin í öllum regnbogans litum í AndreA


   

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

17. JÚNÍ

Skrifa Innlegg