GAMLÁRS DRESS – GAMLÁRSPARTÝ – GAMLÁRSKVÖLD
Þetta er kvöldið til að draga fram allt blingið, pallíettukjólinn, toppinn eða jakkann. Ef þig langar ekki að vera í pallíettum en vilt samt vera glimrandi fín þá er sniðugt að skreyta sig við einlitan samfesting eða kjól með skarti, hálsmeni, eyrnalokkum eða bara flottum augnskugga.
Þetta kvöld er líka snilld að setja bara upp glitrandi fína grímu og málið er dautt, þú getur verið í hverju sem er við.
Ég er búin að safna grímum og höttum ár frá ári. Grímurnar hef ég keypt út um allt, Hagkaup, partývörum, Tiger og erlendis svo eitthvað sé nefnt.
Grímurnar setja mark sitt á kvöldið en þær eru allskonar, sumar rugl fyndnar og aðrar mega “fansí” eins eigum við glimmer hatta og allt tilheyrandi, já ég er með jólakassa og áramótakassa :) Við Ísabella hengjum svo að sjálfsögðu upp glimmervegginn og kveikjum á diskóljósi :)
Á hverju ári fer ég svo í minnstu & krúttlegustu búðina hér í bænum… Partývörur og þær útbúa fyrir mig blöðruvönd og annað sem setur punktinn yfir i-ið í veislunni.
Gleðilega hátíð – Gangið hægt um gleðinnar dyr & skemmtið ykkur vel
LoveLove
AndreA
INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg