fbpx

FERÐAST UM Í SÍÐKJÓL

AndreADRESSFERÐALÖGSAMSTARF

*Fötin sem ég klæðist eru úr versluninni minni AndreA 

Ferðast þú alltaf um í síðkjól ?  Er spurning sem ég hef fengið þó nokkuð oft senda í sumar þegar ég hef verið á ferðalagi og svarið er JÁ :)
Ekki af því að mig langi að vera í fínustu fötunum mínum heldur af því að mig langar að vera í þægilegustu fötunum mínum.  Sérstaklega þegar ég er að fara að sitja lengi í flugvél eða bíl þá reyni ég að forðast þröng föt & gallabuxur.
Að ferðast í síðkjól eða pilsi er eins og að fara út á náttfötunum, ég er alltaf í hjólabuxum undir og strigaskóm við :)
Ég elska þetta trend,  áreynslulaust, þægilegt og sjúklega flott.

Kjólar & pils taka líka lítið pláss í töskunni, þeir eru líka það fyrsta sem mig langar að fara í þegar út er komið sérstaklega ef það er heitt.  Með þeim pakka ég sandölum og hælum sem passa jafnvel við og strigaskórnir, þannig er ég klár bæði á strönd og til að fara eitthvað fínt  <3
Annað sem fer með mér í allar ferðir er FANNY taskan en hún er snilld á ferðalögum undir vegabréf og það allra mikilvægasta.


Ég varð að leyfa þessari að fljóta með …. Hún er tekin í París 2012 eða fyrir 7 árum,,,,
Ég er ennþá að nota þetta pils jafn mikið, sennilega miklu meira en þá,  góð kaup það :)

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus

SKÓARINN

Skrifa Innlegg