*Fatnaður er úr eigin verslun/ AndreA
Dress tips fyrir áramót… Hvernig sem þau nú verða á þessum síðustu & verstu.
Stemningin er aðalatriðið (nema maður sé í einangrun, jesús) en hana er hægt að fá hratt & örugglega með pallíettum, grímum, stórum eyrnalokkum & jafnvel rauðum varalit :) eða svona circabout.
Mitt trix er að skreyta vel með glitri. Það er komið glanskögur á jólatréð (eða kom í dag þegar ég var að máta kjóla fyrir þessa færslu). Svo set ég upp kögurvegg í silfri á gamlárs og dreg upp grímurnar sem gera eiginlega bara rest.
Í hverju á ég að vera ??? Stutta svarið er: Í pallíettum, ef það er einhvern tímann tími til að skína þá er það á gamlárs.
Hér eru nokkrar hugmyndir…
PALLÍETTUR
Pallíettukjóll eða toppur,,,, getur ekki klikkað!
Þessi toppur & kjóll kom í svörtu, gull, & grænu (kjóllinn er til í silfur líka) Fæst HÉR & toppurinn HÉR.
Sniðið er laust,,, elskum það og hálsmálið er þannig að það er hægt að snúa honum við, hafa V-ið annaðhvort að framan eða aftan.
Þessi fallegi pallíettukjóll er frá Notes Du Nord en pallíetturnar þeirra eru alltaf extra fallegar. Þær eru þrílitar í litum sem eru keimlíkir þannig að það glitrar alltaf extra mikið á þær.
Og þarna er jólatréð komið í áramótagallann, Takk Sara!
JAKKAFÖT
SuitUp er alltaf hægt að gera fancy fyrir utan að vera þæginlegt & töff á sama tíma. Við eigum þetta satin sett í svörtu, brúnu & grænu, fæst HÉR. Að ógleymdum leðurjakkafötunum okkar…. þau verða að fá að vera með. Ekkert sett passar jafn mikið alltaf við allt & þau. Svo auðvelt að gera þau fín og ekki.
TOPPUR
Fallegur toppur í fallegu efni getur verið mjög sparilegur. Ef það vantar bling þá mæli ég með fallegu skarti, stórum eyrnalokkum eða rauðum varalit.
Mæli með færslunni hennar Elísabetar Gunnars / MiX&MatcH en þar sýnir hún toppana okkar og hvernig hægt er að para þá saman. SJÁ HÉR
SKÓR … Hælar, helst gull eða silfur.
GRÍMUR …
Án gríns þá er hægt að setja grímuna við náttfötin og málið er dautt…. Mæli með ferð í partýbúðina eða einhverja álíka verslun.
Ég vona að sem flestir nái að njóta með sínum nánustu, hugsa til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun.
Förum varlega sem aldrei fyrr, gleðilegt nýtt og vonandi betra ár fyrir okkur öll.
xxx
Andrea
Skrifa Innlegg