fbpx

DRESS: Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA Á MORGUN?

DRESSLÍFIÐOUTFITSAMSTARF

 

Laugardagur  & bröns á veitingastað með vinum …. Klárlega hápunktur ársins so far :)
Það þarf ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana & vá hvað maður kann vel að meta þessar stundir <3

Það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini en eftir þetta ár sem ég nenni ekki að tala um plús leeeeengsta mánuð ever,  (það er btw ennþá ein helgi eftir í janúar) þá var þetta svo innilega kærkomið.  Góður matur & hlátur með skemmtilegu fólki hlóð hamingju batteríið á methraða.

Kvöldið áður þegar ég lagðist á koddann, hugsaði ég í fyrsta sinn síðan ég man ekki hvenær “Í hverju á ég að vera á morgun”  Æ hvað ég er búin að sakna þess að velta því fyrir mér, sakna þess að fara bara eitthvað annað en í vinnuna.  Litlu hlutirnir sem áður voru svo sjálfsagðir og maður gerði aldrei ráð fyrir að maður ætti eftir að sakna.
Það eru töluverðar líkur á því að ég mæti í síðkjól í næsta barnaafmæli skal ég segja ykkur, mig er farið að vanta svo gildar ástæður til að dressa mig upp.

Okkur var boðið í bröns á Duck&Rose, æðislegur staður sem ég á klárlega eftir að heimsækja aftur & aftur.

DRESS:
Dressið er frá toppi til táar úr búðinni minni :)
Leðurjakki – Kápa – Húfa & Taska:  AndreA
Kápa: Notes Du Nord
Skór: Anonymous copenhagen
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

GJÖF SEM HITTI MIG Í HJARTASTAÐ

Skrifa Innlegg