fbpx

DRESS: EIN JAKKAFÖT – NOKKUR OUTFIT

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF

Hverju á maður að pakka fyrir tískuviku eða stutta ferð? Svo margir viðburðir á þremur dögum en bara ein 20 kílóa taska. haha ! þegar ég þarf að búa mér til nokkur outfit en hef bara eina tösku þá eru jakkaföt að bjarga mér.  Ég ferðast t.d. í buxunum við strigaskó og hlýja peysu.  Nota þau einu sinni sem jakkaföt og nota svo jakkann bæði við gallabuxur og yfir kjóla.  Jakkaföt eru í senn mjög þægileg og áreynslulaus en á sama tíma töff og pínu valdeflandi, það er smá „business bitch“ bragur sem fylgir jakkafötum.
Ég elska líka hvað það er hægt að nota þau á marga vegu og mig langar að mæla sérstaklega með þessum jakkafötum sem ég er í fyrir smávaxnar konur eins og mig ;).  Það er ekki oft sem ég þarf ekki að stytta buxurnar en þetta sett er þannig og passar því stubbavinafélaginu einstaklega vel.

Mig langar líka að gefa þessum strigaskóm sérstakt “shoutout” af því að þetta eru bestu, bestu & bestu strigaskór sem að ég hef átt.  Þeir eru frá dansk/Þýska merkinu Copenhagen Studios.  Ég hef aldrei átt strigaskó sem ég hef notað jafn mikið og ég var í alvöru að kaupa mér annað par af sömu skóm af því að ég er húkkt.  Þeir voru að lenda hjá okkur líka í svörtu sem er fullkomið við svartar buxur, hentar eflasut mörgum í vinnuna.

 


Fatnaðurinn sem ég klæðist er úr eigin verslun & fæst hér:

SR JAKKAFÖT // JAKKI BUXUR.
COPENHAGEN STUDIOS // STRIGASKÓR 

AndreA // SPARKLE DRESS.
CUSTOMMAEDE // STÍGVÉL (uppseld en væntanleg)

CO´COUTURE // PEYSA 

AndreA // Leðurkápa (til í mörgum litum)

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

CIFF SÝNINGIN Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ ALDÍSI PÁLS

Skrifa Innlegg