fbpx

BLÓM & LUNCH Í HVERAGERÐI

BLÓM

BLÓM & LUNCH Í HVERAGERÐI !

Í vikunni fórum við Óli í Hveragerði til að kaupa blóm bæði hér heima og fyrir utan búðina.  Það var alls ekki planið að gera blogg um þessa stuttu ferð en okkur þótti þetta svo ótrúlega næs að mig langar að deila og mæla með.

Við stoppuðum á tveimur stöðum, fórum í Flóru garðyrkjustöð og á Matkrána í hádegismat.  Ég hafði aldrei komið á hvorugan staðinn en það eru margar blómabúðir þarna, við bara römbuðum á þessa og vorum alsæl með hana, fengum svo góða hjálp.
Matkráin er æðisleg, fallegur staður með frábæran mat.  Matkrána reka reynsluboltar í veitingargeiranum, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, sem saman ráku Jómfrúna í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur í tæp tuttugu ár.  Háklassa smurbrauð & purusteik varð fyrir valinu hjá okkur, maturinn & staðurinn er þannig að það er vel þess virði að keyra þangað spes bara til að fara í lunch.
Við fórum rétt fyrir 11 og vorum komin í bæinn aftur um 13:30 með fullan pall af sumar & sígrænum blómum.



Kápa: Notes du Nord
Taska: AndreA
Skór: Vagabond

Heima setti ég þessa Hortensíu, potturinn er gamall úr Garðheimum en svo stendur hann á útikertastjaka.


Í búðina valdi ég sígrænt í annan pottinn og Hortensíur í hinn. Pottana keypi ég líka í Flóru, mér finnst þeir svo fallegir á litinn.
Leðurjakki,leðurbuxur, taska & bolur: AndreA
Skór: Zara

xxx
AndreA
IG @andreamagnus

TAKK #TILFYRIRMYNDAR

Skrifa Innlegg