fbpx

ANDREA 12 ÁRA ! AFMÆLISPARTÝ, POP UP & GJAFALEIKUR

AFMÆLIAndreASAMSTARF

AndreA 12 ára & við fögnum.
Magnað að það séu tólf ár liðin frá því að við opnuðum dyrnar í fyrsta sinn á pínulítilli búð á Strandgötu.  Sú verslun átti aðallega að vera vinnustofa en ég varð fljótt farin að starfa meira við afgreiðslustörf en að sníða & sauma.
Síðan eru liðin 12 ár og ég veit ekki hvað margir kjólar ;)


PARTÝ & POP UP – FÖS 29. OKT.  FRÁ KL 16-19

Við blásum til veislu eins og við höfum gert öll þessi ár, núna í fyrsta sinn á tveimur stöðum eða bæði í fata & skóbúðinni.
Bubblur, sætt & pop up.  Tvær af okkar uppáhalds vefverslunum verða á staðnum.
MÓMAMA sem eflaust flest barnafólk þekkir verða í skóbúðinni frá kl. 16-19 með ó svo falleg barnaföt og sætustu húfur sem ég hef séð.
RAMBASTORE verður svo hjá okkur í fatabúðinni með vel valdar vörur til heimilisins.
AndreA býður upp á 20% afslátt af öllum vörum föstudag & laugardag í báðum verslunum, fata & skóbúð.
Við höfum sjaldan átt til meira af fallegum vörum og getum ekki beðið eftir því að taka á móti ykkur.

AFMÆLISGJAFALEIKUR Á INSTAGRAM
Við ætlum líka að gefa einum heppnum fylgjanda 50.000 kr inneign hjá okkur.  Taktu þátt hér…

Takk fyrir árin 12
Sjáumst á morgun
xxx
AndreA
IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

DRESS: BARCELONA

Skrifa Innlegg